Uppskriftir
Rabarbaratímabilið er komið: Prófaðu þennan ferska sumarkokteil
Það er fátt meira sumar í glasi en ferskur íslenskur rabarbari – og nú þegar tímabilið er í hámarki, er tilvalið að nýta þessa töfrandi súrsætu plöntu í skapandi drykki.
Hér er glæsilegur og svalandi kokteill sem nýtir íslenska 64°Rabarbara líkjörinn sem aðalhráefni og slær í gegn á hvaða sumarboði sem er.
Hráefni:
25 ml 64° Rabarbara líkjör
25 ml Tripple sec
30 ml ferskur sítrónusafi
45 ml goji safi
Sódavatn til að fylla upp í
Aðferð:
Setjið líkjör, triple sec, sítrónusafa og goji safa í hristara með klaka.
Hristið vel í 10–15 sekúndur þar til drykkurinn er vel kaldur.
Hellið í hátt glas með ferskum klökum.
Fyllið upp með sódavatni og hrærið létt.
Skreytið með rabarbarasneið eða sneið af sítrónu – tilvalið líka að nota æt blóm eða örlítið af piparmyntu fyrir sumarfíling.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






