Vertu memm

Uppskriftir

Rabarbaratímabilið er komið: Prófaðu þennan ferska sumar­kokteil

Birting:

þann

Rabarbaratímabilið er komið: Prófaðu þennan ferska sumar­kokteil

Það er fátt meira sumar í glasi en ferskur íslenskur rabarbari – og nú þegar tímabilið er í hámarki, er tilvalið að nýta þessa töfrandi súrsætu plöntu í skapandi drykki.

Hér er glæsilegur og svalandi kokteill sem nýtir íslenska 64°Rabarbara líkjörinn sem aðalhráefni og slær í gegn á hvaða sumarboði sem er.

Hráefni:

25 ml 64° Rabarbara líkjör

25 ml Tripple sec

30 ml ferskur sítrónusafi

45 ml goji safi

Sódavatn til að fylla upp í

Aðferð:

Setjið líkjör, triple sec, sítrónusafa og goji safa í hristara með klaka.

Hristið vel í 10–15 sekúndur þar til drykkurinn er vel kaldur.

Hellið í hátt glas með ferskum klökum.

Fyllið upp með sódavatni og hrærið létt.

Skreytið með rabarbarasneið eða sneið af sítrónu – tilvalið líka að nota æt blóm eða örlítið af piparmyntu fyrir sumarfíling.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið