Sverrir Halldórsson
Pylsusala gefur vel af sér
Rekstur Pylsuvagnsins á Selfossi var rekinn með 6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins.
Pylsuvagninn var einnig rekinn með hagnaði árið 2011 en þá skilaði reksturinn 8,2 milljónum í hagnað. Samkvæmt ársreikningi ársins 2012 var ákveðið að greiða 5,5 milljónir út í arð vegna rekstrarársins 2011. Það er Ingunn Guðmundsdóttir sem er eigandi Pylsuvagnsins en hún tók við vagninum sumarið 1984 en þá stóð vagninn örlítið nær Ölfusá en nú er.
Eignir félagsins nema samtals 35 milljónum króna, þar af eru bankainnstæður um 17 milljónir og er pylsuvagninn sjálfur metinn á um 13 milljónir. Eigið fé félagsins nemur alls um 27,3 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins vb.is.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.