Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
Miðvikudaginn 9. apríl frá kl. 17:00 til 21:00 breytist Le KocK við Tryggvagötu 14 í Reykjavík í leikvöll fyrir bragðlauka, þegar hinn einstaki Gísli Matt tekur yfir eldhúsið og býður gestum upp á úrval rétta sem hann er þekktur fyrir – sett fram í sínum einstaka stíl og með smá Le KocK tvisti.
Á matseðlinum má finna heimsfrægu umami þorskvængina, djúsí smash borgara, kleinuhringi með mysukaramellu og ekki síst hinn goðsagnakennda þorsk borgara með piparrótarsósu og lamb x.o. kartöflubrauði.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni milli Gísla Matt og Le KocK, þar sem óheflað andrúmsloft, frumleg matargerð og djörf bragðsamsetning fara hönd í hönd.
Aðeins þetta eina kvöld!
Þeir sem þekkja til vita að Gísli lætur ekkert eftir sér þegar kemur að því að bjóða upp á eftirminnilega matarupplifun – og þetta kvöld verður engin undantekning.
Fyrstir koma, fyrstir fá – því mælt er með því að mæta tímanlega!
Hvar? Le KocK, Tryggvagötu 14, Reykjavík
Hvenær? Miðvikudaginn 9. apríl, kl. 17:00–21:00
Sjáðu matseðilinn hér að neðan:
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?







