Viðtöl, örfréttir & frumraun
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
Miðvikudaginn 9. apríl frá kl. 17:00 til 21:00 breytist Le KocK við Tryggvagötu 14 í Reykjavík í leikvöll fyrir bragðlauka, þegar hinn einstaki Gísli Matt tekur yfir eldhúsið og býður gestum upp á úrval rétta sem hann er þekktur fyrir – sett fram í sínum einstaka stíl og með smá Le KocK tvisti.
Á matseðlinum má finna heimsfrægu umami þorskvængina, djúsí smash borgara, kleinuhringi með mysukaramellu og ekki síst hinn goðsagnakennda þorsk borgara með piparrótarsósu og lamb x.o. kartöflubrauði.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni milli Gísla Matt og Le KocK, þar sem óheflað andrúmsloft, frumleg matargerð og djörf bragðsamsetning fara hönd í hönd.
Aðeins þetta eina kvöld!
Þeir sem þekkja til vita að Gísli lætur ekkert eftir sér þegar kemur að því að bjóða upp á eftirminnilega matarupplifun – og þetta kvöld verður engin undantekning.
Fyrstir koma, fyrstir fá – því mælt er með því að mæta tímanlega!
Hvar? Le KocK, Tryggvagötu 14, Reykjavík
Hvenær? Miðvikudaginn 9. apríl, kl. 17:00–21:00
Sjáðu matseðilinn hér að neðan:
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi







