Freisting
Platini sólginn í grindvískan saltfisk
Knattspyrnuhetjan Michel Platini spurði sérstaklega eftir því hvort hann gæti fengið saltfisk úr Grindavík, til að taka með sér heim, þegar hann var staddur hér á landinu á dögunum.
Hann var hér sem heiðursgestur KSÍ þegar undirritaðir voru samstarfssamningar við sjö fyrirtæki undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum.
Platini komst í kynni við saltfisk frá Þorbirni-Fiskanesi fyrir tveimur árum þegar hann var staddur hér á landi. Hafði hann orð á því að þetta væri sá besti fiskur sem hann hefði nokkru sinni fengið.
Jónas Þórhallsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur og starfsmaður Þorbjörns-Fiskaness, gekk strax í málið og útvegaði léttsöltuð þorskflök. Voru þau fryst svo Platini gæti tekið þau með sér í flug. Samkvæmt því sem kemur fram í frétt á vef Grindavíkurbæjar, fékk Platini einnig í farteskið nokkrar tillögur um það hvernig best væri að matreiða fiskinn góða.
Greint frá á vf.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt1 dagur síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins