Smári Valtýr Sæbjörnsson
Pizzan hennar Hrefnu Sætran bætir líf útigangsfólks
Miklar vinsældir gúrmet-góðgerðarpizzu úr smiðju Hrefnu Sætran meistarakokks munu koma útigangsmönnum í Reykjavík til góða á næstunni en þeir munu fá nýja skápa, ný rúm og sængurföt og ýmis raftæki, húsgögn og húsmuni inn á gistiskýli og athvörf sín í borginni.
Það var veitingakeðjan Domino’s sem fékk Hrefnu Sætran til að búa til uppskrift að góðgerðarpizzunni en allt söluandvirði pizzurnnar rann í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar. Það var móðir Lofts, Þórunn Brandsdóttir, sem veitti upphæðinni móttöku úr hendi Hrefnu og Birgis Arnar Birgissonar, framkvæmdastjóra Domino’s á Íslandi.
- Íslendingar keyptu gúrmet pizzur fyrir rúmar fjórar milljónir á fjórum dögum í byrjun október
- Allt andvirði sölunnar rennur í sjóð sem styrkir úrræði fyrir útigangsfólk
- Kaupa rúm, skápa, raftæki og aðra húsmuni inn í fjögur athvörf í borginni
Samtals söfnuðust 4.114.137 kr. Fjármunirnir munu nýtast við kaup á 21 rúmi og sængurbúnaði sem mun skiptast á þrjá staði, Dagsetrið, úrræði fyrir heimilislausa á Miklubraut og smáhýsin á Granda. Einnig verða keyptir skápar í gistiskýlið fyrir heimilislausa karla, en þess má geta að það flytur inn í nýtt húsnæði í dag, mánudag.
Ennfremur mun sjóðurinn kaupa húsgögn, raftæki og aðra muni sem bæta lífsgæði fólks á stöðum sem þjónusta útigangsfólk.
Uppskriftin innihélt hægeldað svínakjöt, tvenns konar lauk og BBQ sósu. Góðgerðarpizzan var seld dagana 6.-10. október og sló heldur betur í gegn. Áleggið sem Hrefna Sætran valdi á pizzuna var hægeldað kryddlegið svínakjöt, beikonkurl, cheddarostur, lauku, rauðlaukur og svo var pizzan þakin BBQ sósu. Kjötvinnslan Ali og Mjólkursamsalan gáfu hráefni sem notað var í pizzurnar.
Þess má til gamans geta að vegna þess hve pizzan seldist vel þessa fjóra daga, og vegna fjölda áskoranna, þá hefur Domino’s ákveðið að bæta henni á matseðilinn hjá sér til framtíðar.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla