Axel Þorsteinsson
Pisa er fallegur staður með góðan og einfaldan mat
Fallegur sumardagur og tilvalið að kíkja í heimsókn á Pisa og nýja yfirkokkinn Erlend Eiríksson. Sumarbirtan lýsti veitingastaðinn fallega upp og klukkan bara rétt orðinn 19°°, Ólafur Guðmundsson eigandi og Erlendur tóku vel á móti okkur freistingarmönnum.
Strax orðið þétt setið og klukkan bara orðinn 19°° og góð stemning í salnum, tveir stórir hópar sem voru búnir að koma sér fyrir og rétt áður en Matti kemur sit ég í gluggasæti og sötra á engifer Mojito og virði fyrir mér þetta flotta útsýni upp á lækjargötuna. Loksins mætir Matti sem ætlar greinilega ekki að taka á móti sumrinu líkt og ég og fær sér sódavatn.
- Erlendur Eiríksson matreiðslumaður sér um eldamennskuna á nýja veitingastaðnum
Pisa sem er einn af betri ítölskum stöðum landsins staðsett á Lækjargötu í hjarta Reykjavíkur, frábær staðsetning fyrir veitinga og gistiheimili sérstaklega á sumrin þegar túrista flórann er í fullu gangi.
Fyrst var það fordrykkurinn:
Engifer mojito.
Persónulega hefði ég viljað aðeins meira engiferbragð en annars mildur, ferskur og kom mann í rétt sumarskap.
Erlendur Eiríksson leikari, söngvari og matreiðslumeistari bauð upp á:

Brauð.
Brauðið var ekki alveg að gera sig, en pestóið bætti upp fyrir það, frábært tómatpestó með hvítlaukskeim.

Smakk
Bruschetta með geitaosti, hunangi, pekahnetu og rucola
Virkilega góður réttur og mig langaði bara í meira. Nákvæmlega eins og smakk á að vera.

Forréttur
Léttreyktur laxatartar með sesamkexi, dillsósu og engifer pikluðum gúrkum
Tartar mætti vera nokkrum gráðum kaldari en þéttsetinn salur og vel heit inni þá skilur maður það, kexið aðeins of þungt undir tönn en gott, annars frábær forréttur, léttur, góð sýra og eitthvað til að bruðla á.

Marineraðar gellur, fáfnisgras, hvítvínssósa, kartöflur og grænmeti.
Ekki minn uppáhalds diskur þrátt fyrir að vera mikill aðdáandi af „gellum“. Mátti vera meira „crispy“, erfitt var að borða óelduðu gulróta strimlana, sósan hefði mátt vera þykkari og kartöflurnar voru ekki að heilla mig. Það þarf að útfæra þennann rétt aðeins betur.

Fylltar kjúklingabringur með fetaost og spínat, grófkorna sinneps sósa og grænmeti.
Virkilega góður kjúklingur, þrátt fyrir að ég er ekki mikill grófkorna sinnepsmaður og borða það aldrei þá sló sósan í gegn með kjúklingnum og var ómissandi með. Ratatouille grænmetið stal svolítið af disknum.

Tiramisú.
Nú kom bakarinn upp hjá mér, en ég tel mig gera eitt það besta tiramisú-ið og er erfitt að keppast við það. Fannst of sterkt kaffi bragð, botninn of þykkur og fyllingin of mild og bragðlítil. Góð pæling sem þarf að tækla betur.
Pisa er fallegur staður með góðan og einfaldan mat, ég á eftir að stoppa hérna 2-3 í sumar. Alvöru karakter hann Ólafur sem er svo sannarlega að gera góða hluti og ekki síst hann Erlendur sem stóð sig vel í eldhúsinu með 2 stóra hópa og gaf sig samt tíma í að koma og spjalla við okkur. Þakka kærlega fyrir okkur, topp þjónustu og frábæran mat.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars