Axel Þorsteinsson
Pisa er fallegur staður með góðan og einfaldan mat
Fallegur sumardagur og tilvalið að kíkja í heimsókn á Pisa og nýja yfirkokkinn Erlend Eiríksson. Sumarbirtan lýsti veitingastaðinn fallega upp og klukkan bara rétt orðinn 19°°, Ólafur Guðmundsson eigandi og Erlendur tóku vel á móti okkur freistingarmönnum.
Strax orðið þétt setið og klukkan bara orðinn 19°° og góð stemning í salnum, tveir stórir hópar sem voru búnir að koma sér fyrir og rétt áður en Matti kemur sit ég í gluggasæti og sötra á engifer Mojito og virði fyrir mér þetta flotta útsýni upp á lækjargötuna. Loksins mætir Matti sem ætlar greinilega ekki að taka á móti sumrinu líkt og ég og fær sér sódavatn.
Pisa sem er einn af betri ítölskum stöðum landsins staðsett á Lækjargötu í hjarta Reykjavíkur, frábær staðsetning fyrir veitinga og gistiheimili sérstaklega á sumrin þegar túrista flórann er í fullu gangi.
Fyrst var það fordrykkurinn:
Engifer mojito.
Persónulega hefði ég viljað aðeins meira engiferbragð en annars mildur, ferskur og kom mann í rétt sumarskap.
Erlendur Eiríksson leikari, söngvari og matreiðslumeistari bauð upp á:
Pisa er fallegur staður með góðan og einfaldan mat, ég á eftir að stoppa hérna 2-3 í sumar. Alvöru karakter hann Ólafur sem er svo sannarlega að gera góða hluti og ekki síst hann Erlendur sem stóð sig vel í eldhúsinu með 2 stóra hópa og gaf sig samt tíma í að koma og spjalla við okkur. Þakka kærlega fyrir okkur, topp þjónustu og frábæran mat.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður