Ágúst Valves Jóhannesson
Philip Scheel Grønkjær – Grand restaurant – Veitingarýni – F&F
Það er Philip Scheel Grønkjær frá Danmörku sem leyfir gestum Grand restaurant að smakka hugmyndir sínar í matargerð. Philip Scheel hefur meðal annars starfað á hinum víðfræga veitingastað Nimb í Kaupmannahöfn. Árið 2014 stofnaði Philip sitt eigið fyrirtæki, Monomonofoodfool sem sérhæfir sig í gerð matreiðslubóka, veitingastaðaráðgjöf ásamt fleiru. Raunar ætlaði hann ekki alltaf að verða kokkur, hann byrjaði nám í lífefnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn.
Fallegur réttur.
Svínaspekkið ofan á gerði mikið fyrir réttinn. Blaðlaukurinn og soðið bragðlaust.
Yndislegur réttur. Esdragonbragð fannst vel í gegnum tartar og brauðteningarnir komu með gott bit.
Afskaplega fallegur réttur með tveimur tegundum af bleikju. Gott bragð.
Einfaldur en bragðgóður.
Eins og annað í kvöld þá var eftirrétturinn fallega uppsettur. Allt virkaði vel. Úr því að það var talað um sítrónuolíu þá hefði mátt vera meiri sýra í réttinum.
Þegar allt kemur til alls þá var maturinn virkilega góður á Grand, allt vel eldað. Staðurinn hefur nýlega verið endurnýjaður og er veitingastaðurinn mjög myndarlegur. Svo var það afskaplega kósý að hlusta á tvo bráðsnjalla jazzista sýna snilli sína. Takk fyrir okkur!

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð