Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Pekka Pellinen átti afkastamikla viku hér á Íslandi – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Pekka Pellinen á Íslandi

Pekka Pellinen slær hér á létta strengi

Sérfræðingurinn Pekka Pellinen, Global Brand Mixologist frá Finlandia var með barþjónanámskeið nú í vikunni þá bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Það má með sanni segja að Pekka Pellinen átti afkastamikla viku hér á Íslandi, en á þriðjudeginum s.l. var hann með 2 barþjónanámskeið fyrir veitingarmenn á SKÝ bar, Arnarhvoli og svo 1 námskeið fyrir starfsmenn fríhafnarinnar og eru myndir hér að neðan frá þeim námskeiðum sem að ljósmyndarinn Elín Mogensen tók:

Þriðjudagurinn 20. maí 2014

 

Daginn eftir eða á miðvikudeginum þá kíkti hann á Akureyri með barþjónanámskeið fyrir norðurland og auðvitað var því fylgt eftir með skemmtilegu kokteilkvöldi á Pósthúsbarnum. Var mikil ánægja með þessa heimsókn enda eins og flestir veitingarmenn sögðu að það kemur aldrei neinn í Pekka standard til þeirra. Myndir hér að neðan eru frá Akureyrarferðinni og eru teknar af Ómari Vilhelmssyni ljósmyndara:

Miðvikudagurinn 21. maí 2014

 

Að endingu, þ.e. á fimmtudeginum þá var haldið flott Finlandia partý á nýja barnum LAVA Bar og eins myndirnar sýna þá var mikil stemming og leiddist fólki ekki að fá smakk af öllum þessum kokteilum sem Pekka bjó til úr Finlandia línunni. Myndir eru frá ljósmyndaranum Þorgeiri Ólafssyni:

Fimmtudagurinn 22. maí 2014

 

Vídeó

 

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið