Smári Valtýr Sæbjörnsson
Pekka Pellinen átti afkastamikla viku hér á Íslandi – Myndir og vídeó

Pekka Pellinen slær hér á létta strengi
Sérfræðingurinn Pekka Pellinen, Global Brand Mixologist frá Finlandia var með barþjónanámskeið nú í vikunni þá bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Það má með sanni segja að Pekka Pellinen átti afkastamikla viku hér á Íslandi, en á þriðjudeginum s.l. var hann með 2 barþjónanámskeið fyrir veitingarmenn á SKÝ bar, Arnarhvoli og svo 1 námskeið fyrir starfsmenn fríhafnarinnar og eru myndir hér að neðan frá þeim námskeiðum sem að ljósmyndarinn Elín Mogensen tók:
Þriðjudagurinn 20. maí 2014
Daginn eftir eða á miðvikudeginum þá kíkti hann á Akureyri með barþjónanámskeið fyrir norðurland og auðvitað var því fylgt eftir með skemmtilegu kokteilkvöldi á Pósthúsbarnum. Var mikil ánægja með þessa heimsókn enda eins og flestir veitingarmenn sögðu að það kemur aldrei neinn í Pekka standard til þeirra. Myndir hér að neðan eru frá Akureyrarferðinni og eru teknar af Ómari Vilhelmssyni ljósmyndara:
Miðvikudagurinn 21. maí 2014
Að endingu, þ.e. á fimmtudeginum þá var haldið flott Finlandia partý á nýja barnum LAVA Bar og eins myndirnar sýna þá var mikil stemming og leiddist fólki ekki að fá smakk af öllum þessum kokteilum sem Pekka bjó til úr Finlandia línunni. Myndir eru frá ljósmyndaranum Þorgeiri Ólafssyni:
Fimmtudagurinn 22. maí 2014
Vídeó

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið