Vertu memm

Bragi Þór Hansson

Paul Cunningham – Grillið – Veitingarýni – F&F

Birting:

þann

Paul Cunningham - Grillið - Food & Fun 2015

Það var stuð í eldhúsinu eins og vanalega.
Paul Cunningham fyrir miðju með gleraugun.

Snillingurinn Paul Cunningham er aftur mættur á Grillið fyrir Food & Fun, þriðja árið í röð.

Paul ólst upp í Essex í Englandi. Fyrsta vinna hans í eldhúsi var á pub sem fjölskylduvinur átti. Hann kynntist danskri konu og flutti með henni til Danmerkur. Hann starfaði á Söllerröd, Formel B og svo árið 2003 opnaði hann The Paul í Tívolíinu í Kaupmannahöfn.

Árið 2011 lokaði hann svo staðnum og er núna yfirkokkur á veitingastaðnum Henne Kirkeby Kro á Jótlandi.

Paul Cunningham - Grillið - Food & Fun 2015

Food & Fun kokteillinn

Þessi er æðislega góður.

Paul Cunningham - Grillið - Food & Fun 2015

Fyrsti réttur kvöldsins var Grafinn lax, ostrukrem, dill og rúgbrauð

Ferskur fyrsti réttur þetta byrjar vel.

Paul Cunningham - Grillið - Food & Fun 2015

Annar réttur var Kjúklingavelouté með steiktum leturhumar og valhnetum

Velouté súpan var mjög bragðgóð og slatti af humri í skálinni.

Paul Cunningham - Grillið - Food & Fun 2015

Í aðalrétt fengum við Nautalund með bordelaise sósu, reyktum merg og fondant kartöflu

Þetta var rosalega gott, reykbragðið var passlega mikið þetta harmoneraði allt mjög vel saman.

Paul Cunningham - Grillið - Food & Fun 2015

Eftirrétturinn var Bakað epli með epla cider sorbet og brique galette

Þessi fær topp einkunn

Paul Cunningham - Grillið - Food & Fun 2015

Reykt sítrónubaka og laphroaig toffee

Þetta var góður endir á æðislegum matseðli

Paul Cunningham - Grillið - Food & Fun 2015

Þessi þrjú dekruðu við okkur frá upphafi til enda

Yfir heildina, virkilega góður matur og fagmannleg þjónusta, takk fyrir okkur.

 

/Bragi

twitter og instagram icon

 

Auglýsingapláss

Bragi er matreiðslumaður að mennt, en hann lærði fræðin sín á Hótel Rangá. Bragi hefur starfað meðal annars á Radisson Blu 1919 hótel, Brasserie Blanc í Englandi. Hægt er að hafa samband við Braga á netfangið [email protected] .... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið