Freisting
Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni
Samkvæmt heimildum Vísis kom Paul Allen sjálfur að borða í dag en starfsmaður á staðnum sem Vísir spjallaði við segir að hann geti ekki fullyrt um að þetta hafi verið hann. Ég er ekki hundrað prósent viss um að þetta hafi verið hann, ég þori ekki að fullyrða það,“ segir hann og þegar að blaðamaður lýsir Paul Allen í útliti segir hann: Já ég er ekki frá því, þetta gæti passað. En ég þarf bara að gúggla manninn og þá fæ ég þetta staðfest.“
Hann segir að skipsverjar af skipinu hafi komið á staðinn í dag. Vísir fékk ábendingar um að borð á staðnum væru frátekin fyrir skipsverjana. Við gerum það nú yfirleitt ekki, þegar það er svona rólegur gangur á þessu þá er allt í lagi að græja þetta til. Forsetinn kom nú einu sinni að borða hjá okkur, það var ekki einu sinni tekið frá borð fyrir hann.“
Hann segir að flestir af risasnekkjunni sem koma fái sér tilboð aldarinnar og Coke eða Coke light. Það fær sér samt enginn bernaise sósu með þessu,“ segir hann. Aðspurður hvort að það sé ekki gaman að fá svona heimsþekktan og ríkan mann inn á staðinn til sín segir starfsmaðurinn. Jú þetta er bara drullugaman, skemmtileg tilbreyting. Það koma oft einhverjir svona karlar hingað enda er þetta heimsfrægur staður,“ segir hann hlæjandi.
Greint frá á Visir.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars