Freisting
Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni
Samkvæmt heimildum Vísis kom Paul Allen sjálfur að borða í dag en starfsmaður á staðnum sem Vísir spjallaði við segir að hann geti ekki fullyrt um að þetta hafi verið hann. Ég er ekki hundrað prósent viss um að þetta hafi verið hann, ég þori ekki að fullyrða það,“ segir hann og þegar að blaðamaður lýsir Paul Allen í útliti segir hann: Já ég er ekki frá því, þetta gæti passað. En ég þarf bara að gúggla manninn og þá fæ ég þetta staðfest.“
Hann segir að skipsverjar af skipinu hafi komið á staðinn í dag. Vísir fékk ábendingar um að borð á staðnum væru frátekin fyrir skipsverjana. Við gerum það nú yfirleitt ekki, þegar það er svona rólegur gangur á þessu þá er allt í lagi að græja þetta til. Forsetinn kom nú einu sinni að borða hjá okkur, það var ekki einu sinni tekið frá borð fyrir hann.“
Hann segir að flestir af risasnekkjunni sem koma fái sér tilboð aldarinnar og Coke eða Coke light. Það fær sér samt enginn bernaise sósu með þessu,“ segir hann. Aðspurður hvort að það sé ekki gaman að fá svona heimsþekktan og ríkan mann inn á staðinn til sín segir starfsmaðurinn. Jú þetta er bara drullugaman, skemmtileg tilbreyting. Það koma oft einhverjir svona karlar hingað enda er þetta heimsfrægur staður,“ segir hann hlæjandi.
Greint frá á Visir.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast