Starfsmannavelta
Pasta ehf. hættir starfsemi

Ragnar Marinó Kristjánsson matreiðslumeistari er einn eiganda Pasta ehf., en hann útskrifaðist árið 1988 frá Hótel og veitingaskólanum og var á samning hjá Veitingahöllinni sem var og hét. Ragnar starfaði á ýmsum stöðum eða þar til að fjölskyldan ákvað að stofna fersk pasta framleiðslu í febrúar árið 1994.
Fyrirtækið Pasta ehf. er hætt starfsemi, en það framleiddi rétti fyrir mötuneyti og fyrirtæki. Pasta ehf. var stofnað árið 1994 og hefur frá stofnun þess boðið upp á fjölbreytt vöruúrval til að auka fjölbreytni fyrir stóreldhús og mötuneyti.
„Við misstum húsnæðið vegna þeirra framkvæmda sem eru komnar í gang hér í Súðarvoginum. Við fundum annað húsnæði sem við gátum ekki fjármagnað sjálf og ekki voru aðrir sem höfðu áhuga að koma að þessu með okkur því var fyrirtækinu sjálfhætt.“
sagði Ragnar Marinó Kristjánsson eigandi í samtali við veitingageirinn.is.
Sýnishorn af vörum sem Pasta ehf. bauð upp á:
Myndir: pasta.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya











