Starfsmannavelta
Pasta ehf. hættir starfsemi

Ragnar Marinó Kristjánsson matreiðslumeistari er einn eiganda Pasta ehf., en hann útskrifaðist árið 1988 frá Hótel og veitingaskólanum og var á samning hjá Veitingahöllinni sem var og hét. Ragnar starfaði á ýmsum stöðum eða þar til að fjölskyldan ákvað að stofna fersk pasta framleiðslu í febrúar árið 1994.
Fyrirtækið Pasta ehf. er hætt starfsemi, en það framleiddi rétti fyrir mötuneyti og fyrirtæki. Pasta ehf. var stofnað árið 1994 og hefur frá stofnun þess boðið upp á fjölbreytt vöruúrval til að auka fjölbreytni fyrir stóreldhús og mötuneyti.
„Við misstum húsnæðið vegna þeirra framkvæmda sem eru komnar í gang hér í Súðarvoginum. Við fundum annað húsnæði sem við gátum ekki fjármagnað sjálf og ekki voru aðrir sem höfðu áhuga að koma að þessu með okkur því var fyrirtækinu sjálfhætt.“
sagði Ragnar Marinó Kristjánsson eigandi í samtali við veitingageirinn.is.
Sýnishorn af vörum sem Pasta ehf. bauð upp á:
Myndir: pasta.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu











