KM
Part II: Global Chefs Challange
Vaknaði af værum blundi við símhringingu og var Jói á línunni og spurði hvort ég kæmi ekki í morgunmat, en aldrei þessu vant var ég ekki æstur í að fara og borða og ástæðan var rúmið, en þetta er eitthvað það albesta rúm sem ég hef legið í, frekar stíft og fann ég í skrokknum hversu vel ég hafði hvílst yfir nóttina, en hafði mig þó framúr og skundaði niður til að hitta félagana.
Fékk mér fullan Irish Breakfast, sem samanstóð af steiktu eggi, bacon, pylsu, tómati , sveppum og blóðpylsa hvít og dökk. Á borðinu var úrval af sósu bréfum frá Heinz, t.a.m. mayonnaise, tómatsósa, sinnep og brún sósa og Gústi í Ekrunni þetta er eitthvað fyrir þig að skoða með brúnu sósuna, en þetta var einhverssonar útgáfa af HP og smakkaðist virkilega vel með pylsunni.
Um miðbik máltíðarinnar hrekkur upp úr gáfnaljósinu honum Arnþóri hafa þeir hér á Írland ekki fattað að blanda saman mayonnaise og tómatsósu saman og búa til coctailsósu skelltu við uppúr af kátínu.
Þeir áttu að fara yfir á annað hótel sem heitir Bewleys Hotel Ballsbridge ( www.bewleyshotel.com ) og þar sem inntékk er kl. 14:00 ákváðum við að hittast í lobbyinu kl. 14:00 og ætlaði ég með þeim yfir. Þegar þangað var komið tékkuðu þeir inn og komu sér fyrir upp á herbergi og meðan lallaði kallinn niður í ressann og fékk sér Sunday Roast, en það er einn af þjóðarréttum Breta og samanstendur af steiktu Nauta Prime, kartöflumauki, rótargrænmeti, soðsósu og Yorkshire búðing og bragðaðist það bara vel.
Í millitíðinni hafði verið hringt í strákana og tilkynnt að fundur með keppendum yrði á sýningarsvæðinu kl. 18:30, þannig að ég ákvað að setjast í sófann með bensín og horfa á fótbolta þar til við færum á fundinn. Man Utd vann þannig að ég var í góðu skapi þegar við fórum á fundinn, sem snögglega breyttist vegna þess að fundurinn var í tjaldi við hliðina á sýningunni, en þar var 3. stiga frost og mikill raki í loftinu og enginn kynding og menn skulfu hver um annan þveran nema ég loksins kom belgurinn í góðar þarfir.
Fegnastur var ég þeirri stundu þegar fundurinn var búinn og fór beint upp á hótel í snöggan dinner með Kjúklingalifra terrine með salati og balsamico og steiktar Lambakótilettur á kartöflumauki með reyktum hvítlauk og kirsuberjatómötum og soðsósu og var það bara afbragðsmatur og var manni farið að líða skaplega.
Svo var ein gugga eins og Ólafur í Dagvaktinni hefði sagt, mikið á ferðinni á veitingastaðnum og spáði ég í hvað það þyrfti marga öl til að gilja hana, en hætti við þegar ég áttaði mig á því að ég myndi þurfa stiga ef ég ætlaði að kyssa hana, og þar af leiðandi það löng heimreið að það þyrfti að taka pissustopp á miðri leið, en falleg var hún, fór bara beint í háttinn í góða rúmið, þar sem næsti dagur skyldi tekinn óvenju snemma.
Fleira tengt efni:
Part 1: Global Chefs Challange
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or