Hinrik Carl Ellertsson
Panna er ekki bara panna
Ég hef margsinnis verið spurður af því hvaða pottar eða pönnur eru bestar. Og held ég að það sé ekki til eitt rétt svar við því en ég ákvað að prufa nokkrar gerðir af pönnum og pottum sem eru allar ætlaðar í heimilsnotkun. Það er ýmislegt sem þarf að skoða áður en pottur eða panna er keypt. Hvað ætla ég að elda á henni, hvernig hitagjafa er ég með, hvernig ætla ég að þrífa hana, ætla ég að hita pönnuna hratt eða hægt, á hún að þjóna fleiri en einum tilgangi, get ég bakað í henni, er lok og fleira sem þarf að hafa í huga.
Tekið skal fram að allar prófanir fóru fram á 3 mánaða tímabili til að fá sem bestu heildarniðurstöðu og til þess að hún lýsi kostum og göllum sem best, því ég er sannfærður um það að allir, eða að minnsta kosti flestir, pottar og pönnur eru mjög fínir í fyrstu 2-3 skiptin og svo fer að koma fram karekterinn í þeim. Öllum pottunum og pönnunum voru gefin sömu verkefnin til að reyna að fá sem nákvæmustu niðurstöðuna. Eins og kom á daginn þá breyttust eiginleikar þeirra mikið, sumir til hins betra og aðrir til hins verra. En þeir pottar og pönnur sem ég prófaði voru:
24 cm Le Creuset Shallow frying pan
24 cm Le Creuset Shallow frying pan
Þessi litla og skemmtilega panna kom verulega skemmtilega á óvart. Það festist gjörsamlega ekkert við yfirborðið á henni, það var sama hvort ég prófaði að steikja lax eða egg án nokkurar olíu það festist ekkert við hana. Hin fullkomna panna ef gera skal góða ommilettu fyrir 2. Það má nota hana á gas-, rafmagns- keramik- eða pann hellur og einnig stinga henni inn í ofn. Haldfangið er sérstaklega gert þannig að það hitni sem minnst við steikingu og einnig má hún fara í uppþvottavélina. Og síðast en ekki síst þá er lífstíðarábyrgð á henni þannig hún er gerð til að endast og endast. Ef það er eitthvað sem ég þyrfti að setja út á hana væri það að ég myndi fá mér hana í stærri útgáfu og með loki og það er allt hægt frá þessum magnaða framleiðanda sem er með og hefur verið með frábærar pönnur og potta í gegnum tíðina. Einhvern veginn endaði þessi panna að vera sú sem ég notaði oftast í gegnum þann tíma prófanir fóru fram. Hún fæst í Búsáhöldum í Kringlunni.
Tefal Professional Series Frying Pan 26cm Jamie Oliver
Næst er það Tefal Professional Series Frying Pan 26cm Jamie Oliver
Fyrirfram var ég ekki að búast við neinu sérstöku af þessari pönnu en hún heldur betur sannaði annað. Það er margt sniðugt í þessari pönnu, til dæmis er lítill rauður punktur í miðjunni sem breytir um lit þegar hún er orðin nógu heit til að steikja kjöt á, einnig er botninn í henni þrefaldur þannig að hiti skilar sér mun jafnar en ella og þar af leiðandi minni líkur á að eitthvað festist við hana, og talandi um það þá er ekki neitt sem ég hef prófað að steikja á henni sem hefur náð að festast og þá án allrar olíu eða feiti. Helsti ókosturinn við þessa pönnu er að á haldfanginu er púði til að það sé betra að halda á henni en hann er gerður úr sílikoni sem þýðir að ekki er hægt að setja hana inn í ofn. Ef átti að steikja beikon eða hakk varð þessi alltaf fyrir valinu. Þessi panna fæst í Ormsson.
Fissler Fiski panna 36×24 cm
Þá var það Fissler Fiski panna 36×24 cm
Af öllum þeim pönnum sem ég prófaði kom þessi mér mest á óvart. Bæði hversu hentug í stærð hún er því hún nær á milli tveggja hellna þannig þú getur hitað hana rosalega mikið og einnig hvað það festist ekkert við hana sama hvað ég reyndi. Þar fyrir utan er frábært að baka brauð í henni. Hægt er að fá glerlok á hana sem gerir hana fullkominn pott/pönnu til að baka súrdeigisbrauðið mitt og gerði ég það mikið og vegna þess að lokið er glært var auðvelt að fylgjast með hvernig brauðið hafði það. Upprunalega er þessi panna hugsuð til að elda heil fiskiflök eða heila fiska og ég prófaði það líka og það er vart hægt að hugsa sér betri pönnu í það. Góð hitadreifing í stálinu og heldur vel hita eftir að hún er tekin af hita, passar á öll kerfi af varmagjöfum og má fara inn í ofn og uppþvottavél þó svo ég mæli aldrei með því að setja potta eða pönnur þangað. Fékk ég þessa skemmtilegu pönnu í Einar Farestveit og er hún með 5 ára ábyrgð.
Mauviel 1830 22cm pottur
Svo var það Mauviel 1830 22cm pottur
Þetta fyrirtæki hefur framleitt gæðapotta allt frá árinu 1830 og eru þekktastir fyrir breitt úrval sitt á kopar pottum en þessi lína þeirra er mun ódýrari en ekki síðri í gæðum. Ég prófaði að baka og steikja bæði í þessu potti og auðvitað að sjóða og hreint frábært að sjá hversu vel hann tók við öllum þeim verkefnum sem ég lagði fyrir hann. Með glerloki sem gerði mér mun auðveldara fyrir að fylgjast með hvernig baksturinn gekk og einnig hvort það væri að sjóða í súpunni. Haldföngin hitnuði ekki á meðan potturinn dreifði hitanum mjög jafnt og vel. Eini ókosturinn við hann er að hann þolir illa að láta snögg hita sig á pönnu, en ég komst að því þegar ég ætlaði að poppa í honum eitt kvöldið. Ég tók eftir því að botninn hafði lyfst upp og einungis miðjan sem snerti hitaflötinn. En engu að síður frábær pottur frá fyrirtæki sem á sér langa og merkilega sögu. Fæst í Pipar og salt.
Paris 24cm
Þá var komið að potti frá Fissler sem heitir Paris 24cm
Þessi áhugaverði pottur er ofboðslega góður þegar laga skal mikla og góða súpu eða baka gott brauð í ofni. Hann hentar á öll kerfi varmagjafa og má fara í uppþvottavélina. Það helsta sem ég fann að honum að það var erfitt að steikja í honum en pottur svo sem ekki gerður til þess. En helstu kostir hann eru hversu stór hann er, kemur tæpum 4 lítrum í hann og svo er glerlokið alveg frábært til að sjá hvað er að gerast í pottinum. Einnig finnst mér hann hitna rosalega jafnt og halda hita vel eftir að hann er tekin af hellu. Þessi flotti og margnotanlegi pottur fæst í Einar Farestveit.
Professional Series Stewpot with lid
Pottur frá Tefall var næstur að nafni Professional Series Stewpot with lid
Hér erum við að tala um pott sem sameinar gott notagildi og fallega hönnun. Það er sama í þessum og öðrum vörum í þessari línu frá Jamie Oliver að það er þrefalt stál sem hitnar mjög vel og dreifir hitanum mjög vel. Einnig er mælikvarði inn í pottinum þannig þú veist hversu mikið magn er í honum á hverjum tíma. Höldurnar hitna lítið sem ekkert og vel er hægt að baka í honum með góðum árangri. Einnig er mjög gott að steikja í honum þó svo hann sé ekki gerður til þess. Helsti veikleiki hans er að lokið er ekki glært þannig erfitt er að vita hvað er í gangi, en á sama tíma heldur það betur hita heldur en glerið. Hann stóðst öll þau verkefni sem ég lagði fyrir hann og vel það. Fæst hann í Ormsson.
Panna frá Fissler sem er 28cm
Þessi panna er rétt á milli þess að vera pottur eða panna sem ég tel vera kost því hún sameinar kosti hvoru tveggja. Nógu djúp til að gera lítinn skammt af súpu en nógu grunn til að þægilegt sé að steikja í henni. Hreint frábært í risotto gerð eða paella en kannski ekki sterkust til að steikja egg nema með smá magni af olíu eða feiti. Má nota á allar tegundir varmagjafa og er gerð úr 18/10 stáli. Einnig er hægt fá lok á hana sé þess óskað. Hún kemur með 5 ára ábyrgð sem ekki skemmir fyrir. Þessi fallega og góða panna fæst hjá Einar Farestveit.Eftir 3 mánaðar notkun á öllum þessum pottum og pönnum hef ég komist að því að nokkuð gegnheilt er verið að selja góðar vörur hérna á landi. Það fer einkar helst eftir hvað skal nota vöruna í, eða hvers sé ætlað af henni og þess vegna mikilvægt, eins og fram kom, að velja sér pott og pönnu eftir því hvaða hlutverki pönnunni/pottinum er ætlað. Þannig ekki sé keypt of stór panna sé alltaf verið að elda fyrir 1 eða of lítinn pott þegar skal elda slátur fyrir 10. En ef ég þyrfti að velja mitt uppáhald væri það litla pannan frá Le Creuset sem hreinlega heillaði mig upp úr skónum og myndi ég hiklaust kaupa mér aðra pönnu frá þeim í stærri týpunni.Vil ég þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið við þessa prófun okkar á pottum og pönnum og erum við ýmsu vísari um málið og vonandi á það við um ykkur líka.
Einar Farestveit.
Ormsson.
Pipar og salt .
Búsáhöld Kringlunni.
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast