Freisting
OSUSHI the train opnar nýjan stað
Þegar ritstjórinn bað mig að fara og skrifa um áðurnefndan stað og að nýja útibúið væri í Wall Street Íslands ( Borgartúni ) fór í gegnum huga minn hvar samnefnarinn væri í þessu sambandi.
Afréð ég að fara inn í Borgartún og taka stöðu, og er ég hafði lagt bílnum beint á móti staðnum og fór að skoða í kringum mig, kom upp nöfn á fyrirtækjum eins og Nýi Kaupþing, Hagstofan, Straumur, Samtök atvinnulífsins, Icelandic group, Nýherji, Fasteignamat ríkisins og Ríkissáttasemjari svo einhverjir séu nefndir og fór þá að renna upp fyrir mér að þetta var bara þrælgóð hugmynd. www.osushi.is
Ívar Þórðarsson, matreiðslumaður OSUSHI the train
Í hádeginu á þriðjudaginn mættum við tvíeykið myndari og skrifari og tókum hús á þeim lestarmönnum, Ívar Þórðarsson tók á móti fyrir hönd staðarins og leiddi okkur fyrst á bak við til að skoða og komst maður að því að þarna var faglega unnið frá a til ö. Inn í salnum er færiband sem rúllar í hring og er bætt á eftir þörfum og litur disks segir til um verð réttar.
Hófst nú smakkið og er því best líst með málshættinum að ekki sé hægt að kenna gömlum hundi að sitja, en þarna snerist hann upp í andhverfu sína og sannar undatekninguna frá reglunni.
Fyrst var Miso súpa og svo var settur diskur með súrsuðum engifer, wasabi og hólfi fyrir soya sósu og var það ein besta soya sem ég hef smakkað, ekki þessi salta sem yfirgnæfir allt.
Svo kom á færibandinu hver rétturinn á fætir öðrum, sushi, sashimi, maki og hvað þetta allt heitir hvert öðru betra og þegar litið var yfir kúnnahópinn fittaði hann vel inn í þá hugmynd sem ég fékk í byrjun.
Það var gaman að heimsækja þennan stað og fá innsýn inn í japanskar hefðir.
Kíkið á fleiri myndir í myndasafninu:
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
/ Formlega opnanir / Osushi – Borgartún
Myndir: Matthías Þórarinsson | Pistill: Sverrir Halldórsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan