Markaðurinn
Ostóber ostarnir 2021 frá Ostakjallaranum hljóta mikið lof
Í tilefni Ostóbers hefur Ostakjallarinn sett á markað fimm nýja osta og einn sérframleiddan að auki. Allir ostarnir utan Dóra sterka eru framleiddir í takmörkuðu magni og því viðbúið að það magn sem nú er í sölu verði senn búið hjá framleiðanda. Sumir ostanna eru nær uppseldir hjá Mjólkursamsölunni sem er framleiðandi Ostakjallarans. Það er því um að gera fyrir forvitna ostaunnendur að ná sér í þessa spennandi osta sem fyrst.
Ostakjallarinn er vörumerki þar sem ímyndunaraflið fær að ráða við framleiðslu ostanna. Allir ostarnir eru handgerðir og þeir fá þann tíma sem þeir þurfa áður en þeir fá grænt merki ostameistaranna til að fara út á markaðinn. Nokkrir ostar eru í föstu vöruúrvali sem eru þroskaðri Tindur og Gouda (12+ mánaða) auk nýjasta meðlimsins sem er Dóri sterki í sneiðum. Aðrir ostar eru síðan framleiddir í takmörkuðu magni og þá er um að gera að vera vakandi hverju sinni hvert framboðið er svo maður missi ekki af spennandi ostum.
SUNNA með sinnepsfræjum og kúmeni.
Bragðbættur ostur þar sem ólíkum kryddtegundum er blandað saman á einstakan hátt. Útkoman er kraftmikið bragð með smá keim af fortíðarþrá.
FJÓLA með bláberjum og íslenskum jurtum.
Blæbrigðaríkur og aðeins grösugur ostur sem kallast skemmtilega á við náttúru Íslands með einstöku bragði. Fjölbreytileiki kryddjurtanna og ríkt bláberjabragð minnir á íslenskt haust.
FANNEY með fennelfræjum og fáfnisgrasi
Framandi og forvitnilegur ostur sem býður upp á margslungna upplifun. Keimur af fennel og fáfnisgrasi í bland við mjúka áferð gera hann ómótstæðilegan.
BIRKIR með mildu reykbragði
Birkir er áhugaverður ostur sem vekur forvitni bragðlaukanna. Reykt bragðið er milt og smellpassar osturinn því á ostabakkann, pizzuna og í salatið.
DÓRI STERKI í sneiðum (kominn í varanlegt framboð eftir góða forsölu í sumar)
Dóri sterki var kynntur til leiks í byrjun sumars í forsölu hjá sælkeraverslunum. Hann fékk svo góðar undirtektir að ákveðið var að setja hann í fast vöruúrval Ostakjallaranum með Tindi og Gouda 12+ mánaða. Dóri sterki er tilþrifamikill ostur sem kemur skemmtilega á óvart. Mildur í grunninn en með kraftmikilli kryddblöndu sem stígur trylltan dans við bragðlaukana í hverjum bita.
Þessi ostur er geggjaður á hamborgara og heitar samlokur.
TRAUSTI með trufflum – sérframleiðsla: Trausti sló í gegn í vor og var hann sérframleiddur nú fyrir Dominos í tilefni festivalsins. Hann er því á Ostóberfest pizzunni hjá þeim.
Helstu sölustaðir Ostakjallarans:
Valdar matvöruverslanir þ.e. Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og sælkeraverslanir. Einnig valdar Krónuverslanir, þ.e. Flatahraun, Grandi, Selfoss, Bíldshöfði og Mosfellsbær.
Nú er tími til að njóta osta

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni