Markaðurinn
Ostakörfur frá MS – hentugar fyrirtækjagjafir
Ostakörfurnar frá MS eru sem fyrr vinsælar í tækifæris- og jólagjafir og henta sérstaklega vel til að gleðja starfsmenn og viðskiptavini. Falleg gjafakarfa með úrvali af bragðgóðum íslenskum ostum og öðru góðgæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna eða yfir hátíðarnar. MS býður líkt og undanfarin ár upp á fjölbreytt ostakörfuúrval þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en körfurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum.
Í öllum körfunum eru mygluostar úr Dölunum í aðalhlutverki, t.d. Camembert og Kastali og þeim fjölgar eftir því sem körfurnar stækka. Stærri og veglegri körfurnar innihalda enn fremur aðra bragðgóða osta eins og Auði, Gullost og Óðals-Tind, ásamt kjöti og sælgæti og er óhætt að segja að þær hafi verið mjög vinsælar hjá íslenskum fyrirtækjum síðustu ár.
Á ms.is hefur nú verið opnaður sérstakur jólakörfuvefur þar sem áhugasamir geta pantað ostakörfur fyrir sig, starfsmenn, ættingja eða vini og þá eru sölumenn MS boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini sína við val á körfum. Kynnið ykkur úrvalið og gefið gómsæta jólagjöf í ár!
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati