Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ostabúðin opnar út á Granda
Jóhann Jónsson, matreiðslumaður, opnaði fyrst Ostabúðina á Skólavörðustíg árið 2000. Þar var boðið upp á áður óséð úrval af ostum og öðru góðgæti, auk þess sem töfraður var fram heitur matur í hádeginu.
Jói bætti svo um betur og opnaði veitingastað við hlið búðarinnar árið 2015.
Sá staður naut mikilla vinsælda og tók á móti fjölda fólks í kvöld- og hádegismat allt til ársins 2019, þegar staðurinn lokaði.
Alhliða veisluþjónusta á granda
Aðdáendur heitreyktu gæsabringunnar þurfa þó ekki að örvænta, þar sem Jói og félagar opnuðu nýja Ostabúð um áramótin s.l. út á Granda og reka þar bæði glæsilegan veislusal og veisluþjónustu. Teymið hefur komið sér upp frábærri aðstöðu á Fiskislóð 26 og framleiðir þar áfram hinar sívinsælu vörur Ostabúðarinnar. Þar má helst nefna grafna og reykta kjötið þeirra, hina frægu heitreyktu gæsabringu, villibráðarpaté, sósur og dressingar.
Veisluþjónusta Ostabúðarinnar er líka á sínum stað. Eins og áður er boðið upp á fjölbreyttar veitingar í veislur af öllu tagi, osta- og kjötbakka, snittur, spjót, hátíðarveislur, villibráðarveislur og svo mætti lengi telja.
Funda- og veislusalur Ostabúðarinnar við Fiskislóð er með glæsilegasta móti og tekur um 100 manns í sæti eða 140 manns í standandi veislu. Hægt er að leigja salinn undir hvers kyns viðburðir og veisluhöld, svo sem fermingar, árshátíðir, stórafmæli, jólahlaðborð, brúðkaup o.fl. Einnig er boðið upp á þá þjónustu að fá veislumat sendan í heimahús eða aðra sali.
Fyrirtækjaþjónusta — heitur matur í hádeginu
Að lokum má nefna fyrirtækjaþjónustu Ostabúðarinnar, en hún framreiðir heitan mat í hádeginu úr fersku og góðu hráefni og sendir til fyrirtækja ásamt því að bjóða upp á hádegishlaðborð á virkum dögum. Athugið að lokað er inn í matsal vegna óvissu sem nú ríkir vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Vegna þessa þá býður staðurinn upp á tilbúin kvöldmat sem sent er til viðskiptavina. Dýrindis matur að hætti Ostabúðarinnar sem einungis þarf að hita í ofni.
Myndir: facebook / Ostabúðin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni