Sverrir Halldórsson
„Óskarinn“ í ferðaþjónustunni veittur og hér eru verðlaunahafarnir í Íslandsdeildinni
Verðlaunaafhending World Travel Awards fór fram á ítölsku eyjunni Sardaníu um helgina. Verðlaunin eru ein þau virtustu í ferðaþjónustunni og ósjaldan kölluð „Óskarsverðlaun ferðageirans“, að því er fram kemur á turisti.is.
Veittar eru viðurkenningar á hinum ýmsu sviðum en í flokki gististaða eru tilnefningarnar bundnar við lönd og voru tuttugu íslensk hótel tilnefnd í sex flokkum.
Í ár var það Hótel Borg sem fékk flest stig í flokki almennra hótela en besta hönnunarhótelið er ION á Nesjavöllum eins og sjá má á listanum yfir sigurvegara hér fyrir neðan:
Sigurvegarar í Íslandsdeild World Travel Awards árið 2015
Besta hönnunarhótelið
ION Luxury Adventure Hotel
Besta hótelið fyrir vinnuferðir
Radisson Blu Saga
Besta hótelið
Hótel Borg
Besti dvalarstaðurinn (Resort)
Hótel Rangá
Besta íbúðahótelið
Reykjavik4you Apartments
Besta hótel aðsetrið (Hotel residence)
Grand Hótel Reykjavik
Greint frá á turisti.is
Mynd: Smári
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður