Sverrir Halldórsson
„Óskarinn“ í ferðaþjónustunni veittur og hér eru verðlaunahafarnir í Íslandsdeildinni
Verðlaunaafhending World Travel Awards fór fram á ítölsku eyjunni Sardaníu um helgina. Verðlaunin eru ein þau virtustu í ferðaþjónustunni og ósjaldan kölluð „Óskarsverðlaun ferðageirans“, að því er fram kemur á turisti.is.
Veittar eru viðurkenningar á hinum ýmsu sviðum en í flokki gististaða eru tilnefningarnar bundnar við lönd og voru tuttugu íslensk hótel tilnefnd í sex flokkum.
Í ár var það Hótel Borg sem fékk flest stig í flokki almennra hótela en besta hönnunarhótelið er ION á Nesjavöllum eins og sjá má á listanum yfir sigurvegara hér fyrir neðan:
Sigurvegarar í Íslandsdeild World Travel Awards árið 2015
Besta hönnunarhótelið
ION Luxury Adventure Hotel
Besta hótelið fyrir vinnuferðir
Radisson Blu Saga
Besta hótelið
Hótel Borg
Besti dvalarstaðurinn (Resort)
Hótel Rangá
Besta íbúðahótelið
Reykjavik4you Apartments
Besta hótel aðsetrið (Hotel residence)
Grand Hótel Reykjavik
Greint frá á turisti.is
Mynd: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir