Sverrir Halldórsson
„Óskarinn“ í ferðaþjónustunni veittur og hér eru verðlaunahafarnir í Íslandsdeildinni
Verðlaunaafhending World Travel Awards fór fram á ítölsku eyjunni Sardaníu um helgina. Verðlaunin eru ein þau virtustu í ferðaþjónustunni og ósjaldan kölluð „Óskarsverðlaun ferðageirans“, að því er fram kemur á turisti.is.
Veittar eru viðurkenningar á hinum ýmsu sviðum en í flokki gististaða eru tilnefningarnar bundnar við lönd og voru tuttugu íslensk hótel tilnefnd í sex flokkum.
Í ár var það Hótel Borg sem fékk flest stig í flokki almennra hótela en besta hönnunarhótelið er ION á Nesjavöllum eins og sjá má á listanum yfir sigurvegara hér fyrir neðan:
Sigurvegarar í Íslandsdeild World Travel Awards árið 2015
Besta hönnunarhótelið
ION Luxury Adventure Hotel
Besta hótelið fyrir vinnuferðir
Radisson Blu Saga
Besta hótelið
Hótel Borg
Besti dvalarstaðurinn (Resort)
Hótel Rangá
Besta íbúðahótelið
Reykjavik4you Apartments
Besta hótel aðsetrið (Hotel residence)
Grand Hótel Reykjavik
Greint frá á turisti.is
Mynd: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort