Vertu memm

Sverrir Halldórsson

„Óskarinn“ í ferðaþjónustunni veittur og hér eru verðlaunahafarnir í Íslandsdeildinni

Birting:

þann

Hótel Borg

Í ár var það Hótel Borg sem fékk flest stig í flokki almennra hótela

Verðlaunaafhending World Travel Awards fór fram á ítölsku eyjunni Sardaníu um helgina. Verðlaunin eru ein þau virtustu í ferðaþjónustunni og ósjaldan kölluð „Óskarsverðlaun ferðageirans“, að því er fram kemur á turisti.is.

Veittar eru viðurkenningar á hinum ýmsu sviðum en í flokki gististaða eru tilnefningarnar bundnar við lönd og voru tuttugu íslensk hótel tilnefnd í sex flokkum.

Í ár var það Hótel Borg sem fékk flest stig í flokki almennra hótela en besta hönnunarhótelið er ION á Nesjavöllum eins og sjá má á listanum yfir sigurvegara hér fyrir neðan:

Sigurvegarar í Íslandsdeild World Travel Awards árið 2015

Besta hönnunarhótelið
ION Luxury Adventure Hotel

Besta hótelið fyrir vinnuferðir
Radisson Blu Saga

Besta hótelið
Hótel Borg

Besti dvalarstaðurinn (Resort)
Hótel Rangá

Besta íbúðahótelið
Reykjavik4you Apartments

Besta hótel aðsetrið (Hotel residence)
Grand Hótel Reykjavik

Greint frá á turisti.is

 

Mynd: Smári

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið