Viðtöl, örfréttir & frumraun
Óskar Finnson dæmir í einni virtustu steikarkeppni í heimi
„Þessi ferð mín út núna til Amsterdam á keppnina er hugsuð sem upphaf Finnsson á steikarmarkaðinn, halda áfram þeirri braut sem við höfum verið að feta síðustu mánuði.
Það má segja að ég sé að leyfa ástríðunni að blómstra áfram og nýta þá kunnáttu sem ég hef. Ég er búinn að vera svo lengi í þessum steikarheimi og steikur eru bara líf mitt og yndi,“
segir Óskar Finnsson matreiðslumeistari í samtali við mbl.is.
Óskar er kominn í hóp dómara á World Steak Challenge, sem er risakeppni á milli steikarframleiðenda um bestu steikina í heimi. Er þetta í fyrsta skipti sem Íslendingi hlotnast sá heiður en World Steak Challenge er ein virtasta steikarkeppni í heimi.
Keppnin stendur yfir í tvo daga og verður haldin 10. og 11. september næstkomandi í borginni Amsterdam í Hollandi.
Helstu kjötnördar í heiminum
„Þetta er mjög vel skipulögð keppni og áhugavert að fylgjast með ferlinu og hversu vel er haldið utan um allt. Ég hef fengið nokkra tölvupósta um tilhögun keppninnar, hvað má gera og hvað ekki.
Þessi keppni er búin að vera haldin síðan 2015. Í keppninni eru saman komnir helstu kjötnördar í heiminum, þetta eru annars vegar kokkar og hins vegar kjötbúðareigendur sem eiga stóru kjötbúðirnar í Evrópu.
En það kemur kjöt frá öllum heiminum þarna inn, þannig að þeir sem fá verðlaun, gull, silfur og brons geta sett það á vöruna sína, sem er mikill gæðastimpill.“
Segir Óskar í samtali við mbl.is sem fjallar nánar um keppnina hér.
Mynd: facebook / Finnson Bistro
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla