Freisting
Örugg norræn matvæli í kastljósinu á heimssýningunni í Sjanghæ
Á Norðurlöndum getur maður verið öruggur um að óhætt sé að borða þann mat sem borinn er á borð. Þar hefur verið lögð rík áhersla á öryggi matvæla og meðal annars verið þróað aðferðir til að meðhöndla matvæli og lágmarka áhættu.
Þetta eru þau skilaboð sem norrænir ráðherrar með ábyrgð á matvælaframleiðslu vilja koma á framfæri á ráðstefnu um matvælaöryggi í Sjanghæ. Í grein sem ráðherrarnir rita saman leggja þeir áherslu á að samstarf og upplýsinamiðlun um matvælaöryggi skipti miklu máli, ekki síst í ljósi þess hve verslun og viðskipti hafi aukist mikið milli landa við hnattvæðinguna, en þetta kemur fram á vef norden.org.
Með því að læra hver af öðrum, bæði af lausnum og mistökum, getum við tryggt að vörur sem við flytjum inn og út séu öruggar, segir í grein ráðherranna.
Þekkingarmiðlun er eitt af markmiðunum með matvælaráðstefnu sem haldin er í dag 30. ágúst í tengslum við heimssýninguna í Sjanghæ. Fulltrúar norrænna og kínverskra stjórnvalda og viðskiptalífs munu þar miðla af reynslu sinni með það að markmiði að auka öryggi í matvælaframleiðslu.
Við byggjum aðferðir okkar á því að gera framleiðendur ábyrgari fyrir því að matvælin séu örugg og að tryggja eftirlit með þeim, þar sem vísindalegri áhættugreiningu er beitt ef grípa þarf inn í framleiðsluferlið. Við teljum að aðrar þjóðir geti nýtt sér þær starfsaðferðir sem við höfum tileinkað okkur, segir í grein ráðherranna.
Meðal gesta á ráðstefnunni verða ráðherrar með ábyrgð á matvælaframleiðslu í Finnlandi og Danmörku, þau Sirkka-Liisa Anttila og Henrik Høegh, auk áhrifaríkra fulltrúa frá Kína og Norðurlöndunum. Norræna ráðherranefndin stendur fyrir ráðstefnunni í samstarfi við kínversk stjórnvöld um gæðaeftirlit, eftirlit og sóttkví, AQSIQ.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun