Keppni
Orri Páll á Apótekinu Besti barþjónn Íslands árið 2018
World Class Barþjónakeppnin fór fram nú fyrir stuttu og var hún haldin með pompi og prakt í Íshellinum í Perlunni. Undankeppni átti sér stað fyrr um daginn og voru þar 10 bestu barþjónar íslands að keppa og komust 4 þeirra í úrslit í Perlunni um kvöldið.
Jónmundur frá Apótekinu, Julia frá Geira Smart, Marcin frá Pablo Diskóbar og Orri Páll frá Apótekinu voru í úrslitum og þurftu að útbúa 8 mismunandi drykki á 8 mínútum (auðvitað alla mismunandi).
Orri Páll frá Apótekinu stóð uppi sem sigurvegari og verður fulltrúi íslands í Berlín og keppir við bestu barþjóna í heiminum um að verða Sigurvegari World Class barþjónakeppninnar 2018.
Dómarar kvöldsins voru 2 gestadómarar þau Kenji Jesse Global World Class Guru og Lauren Mote Global World Class Ambassador ásamt ofurbarþjónununum og Veitingargeiragoðsögnum þeim Andra Davíð og Jónas Heiðarr en þeir eru fyrrum sigurvegarar World Class keppninnar hér heima.
Þetta er 3. árið sem World Class barþjónakeppnin er haldin hér á Íslandi og verður þetta 10. árið sem keppnin verður haldin og að þessu sinni verður hún haldin eins og áður segir í Berlín.
Hér er skemmtilegt myndband frá kvöldinu.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss