Keppni
Orri Páll á Apótekinu Besti barþjónn Íslands árið 2018
World Class Barþjónakeppnin fór fram nú fyrir stuttu og var hún haldin með pompi og prakt í Íshellinum í Perlunni. Undankeppni átti sér stað fyrr um daginn og voru þar 10 bestu barþjónar íslands að keppa og komust 4 þeirra í úrslit í Perlunni um kvöldið.
Jónmundur frá Apótekinu, Julia frá Geira Smart, Marcin frá Pablo Diskóbar og Orri Páll frá Apótekinu voru í úrslitum og þurftu að útbúa 8 mismunandi drykki á 8 mínútum (auðvitað alla mismunandi).
Orri Páll frá Apótekinu stóð uppi sem sigurvegari og verður fulltrúi íslands í Berlín og keppir við bestu barþjóna í heiminum um að verða Sigurvegari World Class barþjónakeppninnar 2018.
Dómarar kvöldsins voru 2 gestadómarar þau Kenji Jesse Global World Class Guru og Lauren Mote Global World Class Ambassador ásamt ofurbarþjónununum og Veitingargeiragoðsögnum þeim Andra Davíð og Jónas Heiðarr en þeir eru fyrrum sigurvegarar World Class keppninnar hér heima.
Þetta er 3. árið sem World Class barþjónakeppnin er haldin hér á Íslandi og verður þetta 10. árið sem keppnin verður haldin og að þessu sinni verður hún haldin eins og áður segir í Berlín.
Hér er skemmtilegt myndband frá kvöldinu.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin