Keppni
Orri Páll á Apótekinu Besti barþjónn Íslands árið 2018
World Class Barþjónakeppnin fór fram nú fyrir stuttu og var hún haldin með pompi og prakt í Íshellinum í Perlunni. Undankeppni átti sér stað fyrr um daginn og voru þar 10 bestu barþjónar íslands að keppa og komust 4 þeirra í úrslit í Perlunni um kvöldið.
Jónmundur frá Apótekinu, Julia frá Geira Smart, Marcin frá Pablo Diskóbar og Orri Páll frá Apótekinu voru í úrslitum og þurftu að útbúa 8 mismunandi drykki á 8 mínútum (auðvitað alla mismunandi).
Orri Páll frá Apótekinu stóð uppi sem sigurvegari og verður fulltrúi íslands í Berlín og keppir við bestu barþjóna í heiminum um að verða Sigurvegari World Class barþjónakeppninnar 2018.
Dómarar kvöldsins voru 2 gestadómarar þau Kenji Jesse Global World Class Guru og Lauren Mote Global World Class Ambassador ásamt ofurbarþjónununum og Veitingargeiragoðsögnum þeim Andra Davíð og Jónas Heiðarr en þeir eru fyrrum sigurvegarar World Class keppninnar hér heima.
Þetta er 3. árið sem World Class barþjónakeppnin er haldin hér á Íslandi og verður þetta 10. árið sem keppnin verður haldin og að þessu sinni verður hún haldin eins og áður segir í Berlín.
Hér er skemmtilegt myndband frá kvöldinu.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi








