Keppni
Orri Páll á Apótekinu Besti barþjónn Íslands árið 2018
World Class Barþjónakeppnin fór fram nú fyrir stuttu og var hún haldin með pompi og prakt í Íshellinum í Perlunni. Undankeppni átti sér stað fyrr um daginn og voru þar 10 bestu barþjónar íslands að keppa og komust 4 þeirra í úrslit í Perlunni um kvöldið.
Jónmundur frá Apótekinu, Julia frá Geira Smart, Marcin frá Pablo Diskóbar og Orri Páll frá Apótekinu voru í úrslitum og þurftu að útbúa 8 mismunandi drykki á 8 mínútum (auðvitað alla mismunandi).
Orri Páll frá Apótekinu stóð uppi sem sigurvegari og verður fulltrúi íslands í Berlín og keppir við bestu barþjóna í heiminum um að verða Sigurvegari World Class barþjónakeppninnar 2018.
Dómarar kvöldsins voru 2 gestadómarar þau Kenji Jesse Global World Class Guru og Lauren Mote Global World Class Ambassador ásamt ofurbarþjónununum og Veitingargeiragoðsögnum þeim Andra Davíð og Jónas Heiðarr en þeir eru fyrrum sigurvegarar World Class keppninnar hér heima.
Þetta er 3. árið sem World Class barþjónakeppnin er haldin hér á Íslandi og verður þetta 10. árið sem keppnin verður haldin og að þessu sinni verður hún haldin eins og áður segir í Berlín.
Hér er skemmtilegt myndband frá kvöldinu.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Sónó flytur út og Plantan flytur inn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hverjir skutla matnum þínum heim? Alþjóðleg könnun veitir innsýn í líf og störf sendla sem starfa fyrir Wolt á Íslandi
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Lagterta – Uppskrift