Frétt
Opnunarhátíð Mateyjar – Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir
Opnunarhátíð Mateyjar verður haldin á morgun, miðvikudaginn 20. september, í Eldheimum í Vestmannaeyjum frá klukkan 17:00 – 18:30.
Öllum er boðið að koma og taka þátt í skemmtilegum opnunarviðburði Mateyjar, en í boði verða tónlistaratriði, listasýning, smakk og léttar veitingar ásamt áhugaverðum erindum.
Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir.
Dagskrá opnunarviðburðar MATEY
- Setning hátíðarinnar í ELDHEIMUM klukkan 17:00.
- Tónlistarfólk úr Eyjum spilar létta tóna.
- Kynningar og smakk á matvælum úr Eyjum frá Grími kokki, VSV, Ísfélagi Vestmannaeyja Aldingróðri, Saltey og Brothers Brewery. Frumsýning og kynning á nýjum bjór frá Brothers Brewery.
- Léttar veitingar í boði frá Ölgerðinni.
- Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs opnar hátíðina.
- Sjávarsamfélagið Vestmannaeyjar
- Frosti Gíslason
- Biggi Nielsen tónlistarmaður frumflytur nýtt tónlistarverk sitt, HVALIR ÍSLANDS.
- Ferðaþjónustan í sjávarsamfélagi
- Jóhann Guðmundsson, Brothers Brewery
- Hugmyndafræði matarhátíðarinnar og hráefnið.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni