Vín, drykkir og keppni
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
Fyrir helgi voru ákveðin tímamót þegar Kampavínsfjelagið opnaði í fyrsta skipti á Íslandi 18 L Solomon Philipponnat kampavínsflösku á hátíðarkvöldverði Þjóðmála.
Á kvöldverðinum voru veitt verðlaun og viðurkenningar til einstaklinga sem hafa skarað fram úr í viðskiptum, sérstaklega í verslunarrekstri fyrir framúrskarandi árangur, frumkvæði, nýsköpun og framlag til íslensks viðskiptalífs.
Sjá einnig: Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
Vel var mætt á hátíðarkvöldverðinn en 270 gestir víða úr íslensku atvinnu- og viðskiptalífi skemmtu sér saman.
„Gekk mjög vel og rann ljúft niður meðal gesta.“
Sagði Styrmir Bjarki Smárason einn eigenda Kampavínsfjelagsins í samtali við veitingageirinn.is.
Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins eru Jóhanna Húnfjörð, Hrefna Sætran og Styrmir Bjarki Smárason.
Philipponnat Royale reserve brut Salomon 18 lítra flaska var sérstaklega innflutt fyrir þennan viðburð.
„Erum að fara biðja um stærri fyrir næsta ár.“
Sagði Styrmir.
Philipponnat er virtur framleiðandi og fæst kampavínið frá þeim á mörgum af bestu stöðum heims meðal annars Eleven Madison Park svo fátt eitt sé nefnt.
Leynigestur kvöldsins var Inga Sæland formaður Flokks fólksins en hún er mikil söngkona og keppti á árum áður í X-Factor. Inga söng falleg lög á kvöldverðinum og stýrði síðan að lokum fjöldasöng með laginu „Ég er kominn heim“.
Boðið var upp á ljúffengan kvöldverð að hætti Múlakaffi. Matreiðslumenn kvöldsins voru Eyþór Rúnarsson, Ísak Aron Jóhannsson og Ari Sylvain Posocco:
Forréttur
Hægelduð bleikja og innbakaður humar með mangósalsa, sellerírótarmauki og chili döðludressingu
Aðalréttur
Grillað kálfaribeye með kremuðum sveppum, gljáðu brokkolini og graslauks-bernaise
Eftirréttur
Tiramisu
Ný og endurbætt heimasíða Kampavinsfjelagsins.
Instagram: @kampavinsfjelagid
Myndir: aðsendar
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina