Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opnar nýtt kaffi-, og kvikmyndahús þar sem Icelandic fish & chips var áður til húsa
Haraldur Ingi Þorleifsson tilkynnti á twitter síðu sinni að félagið í hans eigu hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík þar sem vinsæli veitingastaðurinn Icelandic fish & chips var áður til húsa.
Haraldur segir í twitter færslunni að hann ætli sér að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús með haustinu.
Samkvæmt heimasíðu fasteignamiðlunnar EG var söluverðið 145 milljónir króna. Húsnæðið er 386 fermetrar að stærð.
Lýsing á eigninni á heimasíðu EG er eftirfarandi:
Húsnæðið er í dag innréttað sem veitingasalur, kvikmyndasalur og verslunnarými en getur hentað undir ýmsan annan rekstur.
Komið er inn um sérinngang frá Tryggvagötu inn í forstofu. Til hægri er rými sem er í dag nýtt sem verslunnarrými og kvikmyndasalur/fundarsalur og innst í því eru salerni.
Bjartur og opinn veitingasalur með stórum gólfsíðum gluggum í bogadregni línu og ríflegri lofthæð gefur rýminu skemmtilegan karakter.
Stór og rúmgóður bar er miðsvæðis í rýminu. Innaf honum er starfsmannaaðstaða, starfsmannasalerni geymsla og stórt eldhús með útgengi til norðurs. Í eldhúsi er háfur ca. 2,5 m breiður með ozon útblásturskerfi og “walk in” kælir ca. 2 x 2 m að stærð.
I’m opening a coffee shop with a small movie theater!
We got the ground floor of one of my favorite buildings in Reykjavik and if all goes as planned we’ll be ready to open in the fall. pic.twitter.com/gMHxO3IbJh
— Halli (@iamharaldur) March 9, 2021
Myndir: egfasteignamidlun.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum