Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Opnaði íslenskt og amerískt bakarí í Bandaríkjunum – Íris Björk: „Þegar ég missti vinnuna þá ákvað tengdó að hann skyldi opna bakarí“
Bakarinn Íris Björk Óskarsdóttir starfar hjá og rekur fjölskyldufyrirtækið „Vail’s Custom Cakes and Bakery“, en bakaríið er staðsett á 83 East Main Street í Dover-Foxcroft, sem er lítill bær í miðju Maine fylki í Bandaríkjunum með um það bil 4000 íbúa.
Vail’s bakaríið opnaði 1. maí 2021 og er opið miðvikudaga til laugardaga frá klukkan 07:00 til 13:00. Staðurinn er með eitt lítið borð og tvö sæti inn í bakaríinu og tvö borð fyrir utan, en plássið hjá þeim leyfir ekki meira eins og er.
Eigendur eru tengdaforeldrar Írisar þau Charlie Vail og Jennifer Duffy-Vail.
„Já það er hægt að segja það. Mig hefur alltaf langað að reka mitt eigið batterí en hef aldrei verið spennt fyrir rekstrarhliðinni, að sjá um bókhald, starfsmannamál og allt sem tengist viðskiptum við rekstur á fyrirtæki. Tengdafaðir minn sér um allt það og ég sé um að baka og allt sem tengist því.“
Sagði Íris í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um hvort langþráður draumur væri að rætast hjá henni.
Íris Björk útskrifaðist um vorið 2016 sem bakari. Íris bar sigur úr býtum þegar Kaka ársins 2014 var valin. Hlaut 1. sæti í Nemakeppni Kornax 2013, 2. sætið í sömu keppni árið 2015 svo fátt eitt sé nefnt. Þegar Íris Björk brautskráðist úr bakaraiðn hlaut hún viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í iðnnámi. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu úr Viðurkenningarsjóði MK og bókarverðlaun fyrir árangur í bakaraiðn, metnaðarfullur bakari hér á ferð.
Vail’s býður upp á bæði klassísku amerísku og íslensku bakkelsi, t.a.m. kleinur, sérbökuð vínarbrauð, snúða, ömmusnúða, ostaslaufur í boði dagsdaglega, nýbökuð brauð og sérpantaðar kökur fyrir öll tækifæri.
„Við erum einnig að vinna í því núna að bæta við samlokum, morgunmatar samlokum súpum, bökuðum baunum og öðru matarkyns fyrir fólk að grípa með sér og það verður vonandi á boðstólum innan tíðar.“
Sagði Íris.
Aðspurð um hvernig kom það til að opna bakarí í Main í Bandaríkjunum:
„Hann hefur alltaf dreymt um að eiga sinn eigin veitingastað, en hann vinnur sem skrifstofustjóri hjá fyrirtæki sem veitir stuðning fyrir fatlaða og er búinn að vera þar í næstum 20 ár. Ég missti vinnuna í mars 2021 þegar bakaríið sem ég vann hjá lokaði vegna covid áhrifa.“
Þar sem við búum í litlum bæ þá eru ekki mörg spennandi tækifæri í næsta nágrenni fyrir lærða bakara. Mörg bakarí og veitingastaðir eru bara opin á sumrin og margir kaupa frosið tilbúið bakkelsi og að staðir lagi hluti frá grunni eru að verða fátíðari. Þegar ég missti vinnuna þá ákvað tengdó að hann skyldi opna bakarí og við fundum húsnæði á góðum kjörum með litlu eldhúsi sem við leigjum næstu 2 árin og sjáum hvernig gengur.
Við fórum á fullt að undirbúa í byrjun mars og þau keyrðu út um allar trissur og keyptu notuð tæki og búnað til að koma öllu í stand og náðum að græja allt á 2 mánuðum.“
Sagði Íris að lokum. Við þökkum Írisi kærlega fyrir spjallið og óskum við henni góðs gengis á nýjum vettvangi.
Heimasíða: www.vailscustomcakes.com
Facebook: Vail’s Custom Cakes
Instagram: Vailcustomcakes

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun