Freisting
Opna kaffihús í veiðafæragerðinni við Grindavíkurhöfn
Að Miðgarði 2 í Grindavík, í hjarta Grindavíkurhafnar, eru bræðurnir Kristinn og Aðalgeir Jóhannssynir að fara að opna kaffihús. Þetta var nú hálfgerð ruslakompa hjá okkur og síðast vorum við hér að splæsa saman víra, sagði Kristinn Jóhannsson hjá Veiðafæragerðinni Krosshús í Grindavík.
Í einu horni veiðafæragerðarinnar er nú verið að leggja lokahönd á að innrétta kaffihúsið. Utan við húsið hefur verið smíðaður stór og myndarlegur pallur sem er eins og bryggja og út um stóra glugga má fylgjast með lífinu við höfnina. Húsnæðið er sem sniðið fyrir þessa starfsemi.
Þeir bræður fengu hugmyndina að opna kaffihúsið við höfnina snemma í vor og nú eru framkvæmdir á lokastigi. Frá því veiðafæragerði Krosshús flutti í húsið árið 1980 hafa miklar breytingar orðið í sjávarútvegi. Krosshús sérhæfðu sig í nótaviðgerðum og nú er varla hægt að tala um að nótaskip séu til á Suðurnesjum og bræðslan er farin frá Grindavík. Þeir Kristinn og Aðalgeir eiga ekki von á því að sala á kaffi, bjór og léttum vínum komi í stað nótaviðgerða en vonandi verði kaffihúsið atvinnuskapandi og tilkostnaður sé lítill.
Gert er ráð fyrir að kaffihúsið við höfnina opni á allra næstu dögum. Þar verður boðið upp á kaffidrykki, auk bjórs og léttra vína. Opnað verður snemma á morgnanna og opið fram á kvöld. Þeir bræður leggja áhersu á að staðurinn er ekki pöbb eða restaurant.
Mikil umferð er um hafnarsvæðið. Umferðin tengist bæði þeirri atvinnu sem á sér stað við höfnina og einnig mannlífinu og ferðamennsku í Grindavík. Kristinn sagði algengt að fólk á tjaldstæðinu í Grindavík fari í gönguferðir frá tjaldstæðinu og taki hring um hafnarsvæðið. Þá sé nýja kaffihúsið miðsvæðis og ágætur viðkomustaður.
Þrátt fyrir að kaffihúsið hafi ekki opnað enn er fjölmennt alla daga í kaffi og spjalli. Kristinn og Aðalgeir eru því bjartsýnir á framhaldið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson á Vf.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni3 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025