Frétt
Opið fyrir umsóknir um framhalds viðspyrnustyrki
Búið er að opna fyrir umsóknir um framhalds viðspyrnustyrki á vef Skattsins.
Viðspyrnustyrkir eru ætlaðir rekstraraðilum, þ.m.t. einyrkjum, sem hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Annars vegar geta þeir sem ekki sóttu um fyrir tímabilið ágúst-nóvember 2021 innan fyrri frests nú sótt um styrki fyrir þá mánuði. Hins vegar er um að ræða framhald viðspyrnustyrkja fyrir desember 2021 til og með mars 2022.
Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 30. júní 2022, en sótt er um styrkina á þjónustuvef Skattsins fyrir einn mánuð í senn. Á vef Skattsins er jafnframt að finna leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Auk viðspyrnustyrksins er enn hægt að sækja um lokunar– og veitingastyrki hjá Skattinum.
Síðastliðin tvö ár hafa stjórnvöld veitt fjölbreyttan stuðning með úrræðum fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Má þar nefna veitinga, viðspyrnu- og lokunarstyrki, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka, stuðningsgreiðslur á uppsagnarfresti og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins en heildarumfang COVID ráðstafana árin 2020 og 2021 nam 215 milljörðum króna. Að undanförnu hefur kröftugur efnahagsbati og rénun faraldursins haft í för með sér minni aðsókn í þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum