Frétt
Opið fyrir umsóknir um framhalds viðspyrnustyrki
Búið er að opna fyrir umsóknir um framhalds viðspyrnustyrki á vef Skattsins.
Viðspyrnustyrkir eru ætlaðir rekstraraðilum, þ.m.t. einyrkjum, sem hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Annars vegar geta þeir sem ekki sóttu um fyrir tímabilið ágúst-nóvember 2021 innan fyrri frests nú sótt um styrki fyrir þá mánuði. Hins vegar er um að ræða framhald viðspyrnustyrkja fyrir desember 2021 til og með mars 2022.
Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 30. júní 2022, en sótt er um styrkina á þjónustuvef Skattsins fyrir einn mánuð í senn. Á vef Skattsins er jafnframt að finna leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Auk viðspyrnustyrksins er enn hægt að sækja um lokunar– og veitingastyrki hjá Skattinum.
Síðastliðin tvö ár hafa stjórnvöld veitt fjölbreyttan stuðning með úrræðum fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Má þar nefna veitinga, viðspyrnu- og lokunarstyrki, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka, stuðningsgreiðslur á uppsagnarfresti og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins en heildarumfang COVID ráðstafana árin 2020 og 2021 nam 215 milljörðum króna. Að undanförnu hefur kröftugur efnahagsbati og rénun faraldursins haft í för með sér minni aðsókn í þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?