Keppni
Óliver Goði keppir í Norðurlandamóti framreiðslumanna

Sigurður Borgar Ólafsson þjálfari, Óliver Goði Dýrfjörð og Natascha Fischer skipuleggjandi og þjálfari.
Mynd: aðsend
Óliver Goði Dýrfjörð skoraði hæðst í undankeppni í fyrsta inntökuprófi sem haldið hefur verið á Íslandi fyrir Norðurlandamót framreiðslumanna.
Óliver mun keppa fyrir hönd Íslands í Herning 25. febrúar 2020, en þar verður meðal annars keppt í uppdekning á 6 manna borði + service borð og vinnustöð, kampavíns Sabering, blindsmakki á léttvínum, suprice Service og fine dining service.

Frá æfingu Norðurlandamóti framreiðslu-, og matreiðslumanna í maí s.l., en mótið var haldið á Íslandi að þessu sinni.
Mynd: Steinar Sigurðsson
Norðurlandamót þjóna er haldin ár hvert og hafa íslenskir framreiðslumenn tekið þátt í keppninni síðan árið 2015. Stefnt er að halda keppni Framreiðslumaður ársins samhliða Íslandsmóti iðngreina á næsta ári og og sigurvegari öðlast keppnisréttindi í Norðurlanda mótinu.
„Við vonum að þátttakan verði góð , bæði af keppendum og framreiðslumönnum og konum sem hafa áhuga á að koma greininni okkar aftur í sviðsljósið og vilja koma að skipulagi“.
Sagði Natascha Fischer, en hún er dómari, þjálfari og skipuleggjandi Norðurlandamótsins hér á Íslandi. Þess ber að geta að Natascha hefur keppt á Norðurlandamóti framreiðslumanna og er því vel kunnug keppninni.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





