Vertu memm

Keppni

Óliver Goði keppir í Norðurlandamóti framreiðslumanna

Birting:

þann

Framreiðslumaður Norðurlanda

Sigurður Borgar Ólafsson þjálfari, Óliver Goði Dýrfjörð og Natascha Fischer skipuleggjandi og þjálfari.
Mynd: aðsend

Óliver Goði Dýrfjörð skoraði hæðst í undankeppni í fyrsta inntökuprófi sem haldið hefur verið á Íslandi fyrir Norðurlandamót framreiðslumanna.

Óliver mun keppa fyrir hönd Íslands í Herning 25. febrúar 2020, en þar verður meðal annars keppt í uppdekning á 6 manna borði + service borð og vinnustöð, kampavíns Sabering, blindsmakki á léttvínum, suprice Service og fine dining service.

Matreiðslu-, og framreiðslumaður Norðurlanda 2019

Frá æfingu Norðurlandamóti framreiðslu-, og matreiðslumanna í maí s.l., en mótið var haldið á Íslandi að þessu sinni.
Mynd: Steinar Sigurðsson

Norðurlandamót þjóna er haldin ár hvert og hafa íslenskir framreiðslumenn tekið þátt í keppninni síðan árið 2015. Stefnt er að halda keppni Framreiðslumaður ársins samhliða Íslandsmóti iðngreina á næsta ári og og sigurvegari öðlast keppnisréttindi í Norðurlanda mótinu.

„Við vonum að þátttakan verði góð , bæði af keppendum og framreiðslumönnum og konum sem hafa áhuga á að koma greininni okkar aftur í sviðsljósið og vilja koma að skipulagi“.

Sagði Natascha Fischer, en hún er dómari, þjálfari og skipuleggjandi Norðurlandamótsins hér á Íslandi. Þess ber að geta að Natascha hefur keppt á Norðurlandamóti framreiðslumanna og er því vel kunnug keppninni.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið