Keppni
Óliver Goði keppir í Norðurlandamóti framreiðslumanna

Sigurður Borgar Ólafsson þjálfari, Óliver Goði Dýrfjörð og Natascha Fischer skipuleggjandi og þjálfari.
Mynd: aðsend
Óliver Goði Dýrfjörð skoraði hæðst í undankeppni í fyrsta inntökuprófi sem haldið hefur verið á Íslandi fyrir Norðurlandamót framreiðslumanna.
Óliver mun keppa fyrir hönd Íslands í Herning 25. febrúar 2020, en þar verður meðal annars keppt í uppdekning á 6 manna borði + service borð og vinnustöð, kampavíns Sabering, blindsmakki á léttvínum, suprice Service og fine dining service.

Frá æfingu Norðurlandamóti framreiðslu-, og matreiðslumanna í maí s.l., en mótið var haldið á Íslandi að þessu sinni.
Mynd: Steinar Sigurðsson
Norðurlandamót þjóna er haldin ár hvert og hafa íslenskir framreiðslumenn tekið þátt í keppninni síðan árið 2015. Stefnt er að halda keppni Framreiðslumaður ársins samhliða Íslandsmóti iðngreina á næsta ári og og sigurvegari öðlast keppnisréttindi í Norðurlanda mótinu.
„Við vonum að þátttakan verði góð , bæði af keppendum og framreiðslumönnum og konum sem hafa áhuga á að koma greininni okkar aftur í sviðsljósið og vilja koma að skipulagi“.
Sagði Natascha Fischer, en hún er dómari, þjálfari og skipuleggjandi Norðurlandamótsins hér á Íslandi. Þess ber að geta að Natascha hefur keppt á Norðurlandamóti framreiðslumanna og er því vel kunnug keppninni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið