Freisting
Oliver eldar fyrir G-2O leiðtoga

Stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið ráðinn til að elda fyrir leiðtoga G-20 ríkjanna, sem funda um efnahagsmál í London í næstu viku. Fyrir tæpu ári síðan voru leiðtogarnir gagnrýndir harðlega fyrir að snæða 8 rétta lúxusmáltíð með 19 mismunandi réttum á meðan þeir funduðu um matarskort í heiminum.
Þeir virðast hafa tekið gagnrýnina til greina, því Jamie Oliver er þekktur fyrir að elda hollan mat úr ódýrum hráefnum sem ættu að vera á hvers manns færi. Hann mun fá eldhúsið að Downingstræti 10, heimili Gordon Brown forsætisráðherra, til umráða. Sér til aðstoðar hefur hann nokkra unga kokka sem eru í þjálfun á veitingastað hans í London, Fifteen. Oliver rekur staðinn sem góðgerðarstofnun því allur ágóði er notaður til að þjálfa ungt fólk sem hefur komist á kant við lögin eða verið heimilislaust í eldamennsku til að veita þeim annað tækifæri í lífinu.
Oliver hyggst elda árstíðabundin mat sem muni gefa innsýn í það besta í breskri matargerð fyrir hina fjölþjóðlegu gesti, en matseðillinn verður gerður opinber þann 1. aprí, daginn áður en fundurinn hefst. Það er alltaf gríðarlegur heiður að fá að elda í Downing stræti, en að vera boðið að elda fyrir svo mikilvægan hóp fólks sem eru að reyna að greiða úr stærstu vandamálum heimsins, það eru forréttindi, hefur CNN eftir Oliver.
Af vef Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





