Freisting
Oliver eldar fyrir G-2O leiðtoga
Stjörnukokkurinn Jamie Oliver hefur verið ráðinn til að elda fyrir leiðtoga G-20 ríkjanna, sem funda um efnahagsmál í London í næstu viku. Fyrir tæpu ári síðan voru leiðtogarnir gagnrýndir harðlega fyrir að snæða 8 rétta lúxusmáltíð með 19 mismunandi réttum á meðan þeir funduðu um matarskort í heiminum.
Þeir virðast hafa tekið gagnrýnina til greina, því Jamie Oliver er þekktur fyrir að elda hollan mat úr ódýrum hráefnum sem ættu að vera á hvers manns færi. Hann mun fá eldhúsið að Downingstræti 10, heimili Gordon Brown forsætisráðherra, til umráða. Sér til aðstoðar hefur hann nokkra unga kokka sem eru í þjálfun á veitingastað hans í London, Fifteen. Oliver rekur staðinn sem góðgerðarstofnun því allur ágóði er notaður til að þjálfa ungt fólk sem hefur komist á kant við lögin eða verið heimilislaust í eldamennsku til að veita þeim annað tækifæri í lífinu.
Oliver hyggst elda árstíðabundin mat sem muni gefa innsýn í það besta í breskri matargerð fyrir hina fjölþjóðlegu gesti, en matseðillinn verður gerður opinber þann 1. aprí, daginn áður en fundurinn hefst. Það er alltaf gríðarlegur heiður að fá að elda í Downing stræti, en að vera boðið að elda fyrir svo mikilvægan hóp fólks sem eru að reyna að greiða úr stærstu vandamálum heimsins, það eru forréttindi, hefur CNN eftir Oliver.
Af vef Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Vín, drykkir og keppni3 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé