Markaðurinn
Ölgerðin eykur sóknina með öflugum nýjum markaðsstjórum
Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja.
Elísabet kemur til Ölgerðarinnar frá Högum, þar sem hún starfaði sem forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála, en hún hefur áratugareynslu af bæði markaðsmálum og vörumerkjastjórnun á innlendum og erlendum mörkuðum. Hún starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri markaðssviðs BIOEFFECT þar sem hún leiddi markaðsstarf og vörumerkjauppbyggingu húðvörumerkisins á hérlendis og erlendis.
Elísabet starfaði áður hjá Marel á Íslandi og í Danmörku, Glitni og þar áður hjá Ölgerðinni. Hún er menntaður alþjóðamarkaðsfræðingur með MBA frá Háskólanum í Reykjavík.
„Það er frábært að vera aftur komin til Ölgerðarinnar, þar sem ég tók mín fyrstu skref í markaðsmálum.
Að vera hluti af kraftmiklu teymi með ástríðu og metnað fyrir bæði eigin og innfluttum vörumerkjum á íslenskum markaði er gríðarlega spennandi og það er einstaklega gaman að vera komin aftur,“
segir Elísabet.
Bergsveinn hefur starfað síðastliðin sex ár sem vörumerkjastjóri áfengra drykkja en hann kom til Ölgerðarinnar frá Íslandsbanka þar sem hann sinnti stöðu sérfræðings í markaðsmálum. Hann er með meistaragráðu í alþjóðlegum markaðsmálum og stjórnun frá Copenhagen Business School. Að auki er hann Hafnfirðingur og eldheitur golfáhugamaður.
„Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun og hlakka til að leggja mitt af mörkum í þeirri vegferð sem Ölgerðin er á.
Það er virkilega gefandi að starfa með öllu þessu faglega og skapandi markaðsfólki sem brennur fyrir árangri á hörðum samkeppnismarkaði,“
segir Bergsveinn.
„Það er mikill fengur í að fá þetta afreksfólk í markaðsstýringu í þessi störf. Bergsveinn hefur verð lykilmaður í gjöfulli vegferð margra okkar sterkustu vörumerkja síðustu ár, þá sérstaklega bjórvörumerkja á borð við Gull Lite og Bola, sem skarað hafa framúr í árangri. Þá erum við ákaflega glöð að Elísabet hafi loksins snúið „heim“ til Ölgerðarinnar. Með þessum ráðningum skerpum við sókn okkar enn frekar og leggjum grunn að frekari vexti til framtíðar.
Ölgerðin hefur í gegnum tíðina lagt mikinn metnað í markaðsmál og þau Elísabet og Bergsveinn styrkja enn frekar þá fagmennsku sem einkennt hefur Ölgerðina,“
segir Óli Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri Markaðssviðs Ölgerðarinnar.
Mynd: aðsend
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






