Markaðurinn
Og þá birti til
Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins var samþykktur skömmu fyrir jól. Mikill styrkur fólst í því öfluga samfloti iðnaðar- og verslunarfólks sem varð til við samningagerðina og samninganefndirnar kappkostuðu að eyða óvissu sem fyrst. Samningur MATVÍS við SA kveður á um 6,75% hækkun launa frá 1. nóvember, breytingu á vinnutíma í lok samnings og hækkun á launatengdum liðum. Ég vek sérstaka athygli á því að taxtar hækka hlutfallslega meira en sem nemur almennri launahækkun. Samningurinn kemur til framkvæmda en nýja kaupskrá er að finna á vefnum okkar.
Samningurinn gildir til 31. janúar 2024, eða í rúmt ár. Það var mat okkar sem í samninganefndinni sátum að ekki væri lengra komist án aðgerða og því sett í dóm okkar félagsmanna að kjósa um samninginn. Vextir eru háir og nauðsynlegar neysluvörur hafa hækkað mikið í verði að undanförnu. Hækkunin er til þess fallin að draga úr því höggi.
Undirbúningur samninganefndar og viðræður við SA um aðra kjaratengda þætti, sem ekki er kveðið á um í þessum samningi, er þegar hafin. Samkvæmt áætlun verður þeirri vinnu lokið í desember á næsta ári. Þá verða efnahagslegar forsendur vonandi skýrari og fyrir vikið hægt að semja til lengri tíma.
Skin og skúrir
Þegar árið 2022 hófst voru í gildi einhverjar mestu samkomutakmarkanir sem við höfðum þurft að búa við eftir að heimsfaraldurinn kom fram á sjónarsviðið, tveimur árum fyrr. Mikil óvissa einkenndi þessa fyrstu mánuði en þegar leið á veturinn og samkomutakmörkunum var aflétt fór að birta til. Til allrar gæfu höfum við ekki þurft að grípa til samkomutakmarkana á nýjan leik.
Fljótlega eftir að heimsbyggðin fór að rýmka reglur vegna heimsfaraldursins fór ferðamannaiðnaðurinn af stað með miklum látum. Algjör sprenging varð í ferðamannaiðnaðinum þegar inn í sumarið kom og fljótlega fór að bera á skorti á starfsfólki – ekki síst í okkar greinum. Það þunga högg sem matvæla- og veitingagreinar urðu fyrir á samdráttartímum heimsfaraldursins varð senn í baksýnisspeglinum.
Þegar létti á krumlu heimsfaraldursins hófust keppnir í matvælagreinum á nýjan leik – og það með látum. Íslenskir keppendur ferðuðust víða og kepptu fyrir land og þjóð, ýmist sem einstaklingar eða í liðakeppnum. Enn einu sinni sannaðast hversu framarlega við erum í okkar greinum. Það sést á því að við keppum alltaf í efsta styrkleikaflokki; sama hvort um er að ræða kjötiðn, bakstur, framreiðslu eða matreiðslu. Okkar keppendur náðu frábærum árangri – einu sinni sem oftar.
Árið sem nú er að líða hefur einkennst af miklum öfgum. Allt frá miklum samkomutakmörkunum með tilheyrandi búsifjum fyrir okkar félagsfólk yfir í ferðamannastraum af fullum þunga.
Allar hendur á dekk
Námssamningum í okkar greinum fjölgaði sem betur fer á árinu en betur má ef duga skal í þeim efnum. Við þurfum að taka höndum saman skólayfirvöldum og stjórnvöldum og fjölga nemendum í matvælagreinum. Unnið er að því núna að kortleggja þörfina á fagmenntuðu fólk í okkar greinum. Við þurfum öll að taka höndum saman og benda ungu fólki á kosti menntunar okkar. Saman þurfum við að stuðla að fjölgun nemendum í matvæla- og veitingagreinum svo við getum mætt fyrirséðri þörf næstu árin og áratugina. Við ætlum okkur að viðhalda þeirri ímynd að Ísland sé efirsóknarverður áfangastaður sem býr að fagfólki í matvælagreinum í fremstu röð.
Ég færi félagsmönnum og fjölskyldum þeirra mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt4 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi