Markaðurinn
Nýtt rauðvín frá Oddbird og Blanc de blancs komið í nýjar 200 ml umbúðir
Nú eru aðeins nokkrir dagar í Edrúar og það þýðir að metnaðarfullir barir, veitingastaðir, veislusalir og hótel eru farin að huga að áfengislausa úrvalinu.
Oddbird Blanc de Blancs er komið aftur í 200 ml flöskum. Oddbird er einn af okkar vinsælustu framleiðendum og viðskiptavinir Akkúrat geta auðveldlega veðjað á drykkina frá þeim til að gleðja gesti. Nú loksins er Oddbird Blanc de Blancs í 200 ml flöskunum komið aftur. Við getum líka sagt frá því að hið vinsæla Rosé er nú einnig fáanlegt í 200 ml umbúðum.
Meira af Oddbird. Í næstu viku kemur til okkar nýjasta afurðin þeirra en það er Oddbird GSM. 0% rauðvín. Silkimjúkt og þroskað vín frá Saint-Chinian í Suður-Frakklandi, uppskera frá 2020. GSM er gert úr blöndu af Grenache, Syrah, Mourvédre & Carignan og við erum nokkuð ánægð með útkomuna.
Við hvetjum rekstraraðila til að kynna sér úrvalið á akkurat.is og heyra í okkur með aðstoð við valið á vönduðum áfengislausum drykkjum.
Minnum á að venju að samkvæmt könnun Akkúrat og Maskínu eru 27% Íslendinga sem velja að drekka ekki og það má búast við því að það hlutfall sé enn hærra í upphafi árs þegar landsmenn takast á við áskoranir eins og Edrúar. Það er því win-win að hafa úrvalið gott.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var