Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt metnaðarfullt kaffihús opnar
Kaffislippur opnaði í júní og er nýjasta rósin í hnappagat Reykjavík Marina. Kaffislippur er notalegt kaffihús á jarðhæð nýju viðbyggingarinnar með sæti fyrir 50 manns og annað rými fyrir 25 – 30 manns sem hentar fyrir hvers kyns kynningar eða einkaboð.
Boðið er upp á morgunmat sem inniheldur meðal annars ristað súrdeigsbrauð með fersku avokado og tómötum, engiferskot, jógúrt eða heimagerðan chia graut, alls konar kaffi, hádegishollustu og síðast en ekki síst kökur úr handverksbakarí Satt Restaurant. Kaffislippur er opinn alla daga frá klukkan 07 til 18.
Kaffi á Kaffislipp er hugleikið, þar sem boðið er upp á uppáhellingu eða skemmtilega blöndu sem möluð er á staðnum af fagfólki. Kókos topparnir, sörurnar, makkarónurnar og fleira heimalagað gúmmelaði er á boðstólnum.
Vala Stefánsdóttir er við stjórnvölin á Kaffislipp, en hún er vel þekkt í kaffibarmenningunni á Íslandi og hefur mikla reynslu í kaffibarþjónakeppnum, t.a.m. keppt í:
- 2013 – 1. sæti í Afréttarakeppninni á vegum Barþjónaklúbb Íslands.
- 2013 – Kokteilkeppni á Kjarvalsstöðum
- 2013 – Nordic Barista Cup, kaffibarþjónakeppni í Osló
- 2013 – Íslandsmótinu „Coffee in Good Spirits“.
- 2013 – 2. sæti í Íslandsmótinu „Cup Tasters“.
- 2013 – 2. sæti í Íslandsmótinu „Barista Championship“.
- 2012 – 2. sæti í Íslandsmótinu „Brewers Cup Championship“.
- 2011 – Íslandsmótinu „Latte Art Champion“.
Kaffið sem við erum að nota er frá Reykjavik Roasters og Kaffitári en reynum að leita uppi hvaða kaffi er ferskast að hverju sinni. Okkur langar svo að flytja inn kaffi frá þekktum kaffibrennslum erlendis og bjóða upp á það líka.
Við erum alltaf með nýtt og ferskt kaffi á könnunni og höfum verið að leika okkur að gera okkar eigin kaffiblöndur, en núna erum við t.a.m. með Kólumbíu frá Kaffitár og Rwanda frá Reykjavik Roasters í kvörninni fyrir espresso. Við erum með heitt súkkulaði með Omnom súkkulaði, sem er líka í boði með lakkrís,
sagði Vala í samtali við veitingageirinn.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt