Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús opnar við Ráðhústorgið á Akureyri
Nýtt kaffihús opnar bráðlega við Ráðhústorgið á Akureyri. Eigandi staðarins er Ármann Atli Eiríksson sem rekið hefur Kaffipressuna undanfarin fjögur ár.
„Þetta verður sérkaffi staður, þ.e.a.s. aðaláherslan verður á kaffið sjálft en ekki á staðinn eða þjónustuna. Við verðum ekki svona kaffihús þar sem þú sest niður í kaffi og kökur í marga klukkutíma, það er nóg af slíkum kaffihúsum í miðbænum.
Þessi staður er fyrst og fremst hugsaður fyrir kaffiunnendur sem vilja mikil gæði og finnst gaman að fylgjast með þegar kaffibollinn þeirra er útbúinn af kostgæfni.“
segir Ármann Atli í samtali við akureyri.net og útskýrir að hann sjái fyrir sér að fólk komi til hans til þess að fá bolla af gæðakaffi sem það drekki standandi á staðnum eða tylli sér við barborð eða taki bollann með á göngu um miðbæinn. Nánari umfjöllun á akureyri.net hér.
Kaffipressan var stofnuð í janúar 2020 og hóf formlega starfsemi sína í færanlegum kaffivagni í byrjun júlí sama ár. Fyrsta sumarið var vagninn staðsettur á verönd Knattspyrnufélags Akureyrar, þar sem leitin að bestu uppáhellingunni hófst.
Árið 2021 var stefnan sett á kaffibaunamarkaðinn. Kaffipressan hóf viðræður við African Coffee Co., lúxus kaffibrennslu í London sem sér um baunirnar þeirra í dag. Einnig fór vefsíðan í loftið þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að panta sér kaffibaunirnar í gegnum netið.
Með fylgir myndband sem sýnir viðtal við Ármann sem að N4 tók við hann árið 2020:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000