Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús og Bistro opnar á morgun á Dalvík
Á morgun laugardaginn 26. október fyrsta dag vetrar opna hjónin Júlíus Júlíusson og Gréta Arngrímsdóttir nýtt kaffihús og Bistro í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
Á opnunardaginn verður opið frá klukkan 11 og fram á kvöld. Kaffi, kökur, smáréttir, fræðslufyrirlestur, tónlist og tilboð. Fastur opnunartími er þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 11 til 18, laugardaga 11 til 17, sunnudaga 12 til 17 og á mánudögum er lokað.
Við verðum með mat í hádeginu virka daga og einnig með ýmis sérkvöld í mat og viðburðum sem verða auglýstir nánar í hvert skipti. Það er mikið af viðburðum í menningarhúsinu og Þula er alltaf opin á þeim tíma, en Þula er bókasafnið í húsinu og flottur fjölmenningarsalur. Upplagt að grípa bók og setjast niður á Þulu. Þar er einnig að finna flest tímarit, dagblöð dagsins og frítt netsamband. Tökum við smáum sem stórum hópum í mat, kaffi eða óvissuferðapakka. Fyrirspurnir og pantanir í síma 8979748 og [email protected]
, sagði Júlíus hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um opnunartíma og hvað verði á boðstólnum.
Þula og Menningarhúsið Berg eru með sameiginlega síðu á facebook, gerist vinir og fylgist með uppákomum, tilboðum og öllu því áhugaverða sem í boði verður. Sælkeravörur Áhugamannsins verða til sölu í Þulu, sælkerakrukkur og gjafapakkningar ofl.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé