Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt kaffihús og Bistro opnar á morgun á Dalvík

Birting:

þann

logo Þula

Á morgun laugardaginn 26. október fyrsta dag vetrar opna hjónin Júlíus Júlíusson og Gréta Arngrímsdóttir nýtt kaffihús og Bistro í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.

Á opnunardaginn verður opið frá klukkan 11 og fram á kvöld.  Kaffi, kökur, smáréttir, fræðslufyrirlestur, tónlist og tilboð.  Fastur opnunartími er þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 11 til 18, laugardaga 11 til 17, sunnudaga  12 til 17 og á mánudögum er lokað.

Við verðum með mat í hádeginu virka daga og einnig með ýmis sérkvöld í mat og viðburðum sem verða auglýstir nánar í hvert skipti.  Það er mikið af viðburðum í menningarhúsinu og Þula er alltaf opin á þeim tíma, en Þula er bókasafnið í húsinu og flottur fjölmenningarsalur. Upplagt að grípa bók og setjast niður á Þulu. Þar er einnig að finna flest tímarit, dagblöð dagsins og frítt netsamband.  Tökum við smáum sem stórum hópum í mat, kaffi eða óvissuferðapakka. Fyrirspurnir og pantanir í síma 8979748 og [email protected]

, sagði Júlíus hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um opnunartíma og hvað verði á boðstólnum.

Þula og Menningarhúsið Berg eru með sameiginlega síðu á facebook, gerist vinir og fylgist með uppákomum, tilboðum og öllu því áhugaverða sem í boði verður.  Sælkeravörur Áhugamannsins verða til sölu í Þulu, sælkerakrukkur og gjafapakkningar ofl.

 

/Smári

Auglýsingapláss

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið