Freisting
Nýtt hótel í Keflavík
Nýtt og stórglæsilegt Hótel í hjarta Reykjanesbæjar nánar tiltekið á Hafnargötunni en það ber nafnið Hótel Keilir.
Hótelið er í einnar fjölskyldu og eru þeir feðgarnir Ragnar Skúlason og Þorsteinn Lár Ragnarsson í óða önn að fullklára hótelið sem verður með 40 herbergi.
Stefnan er að hótelið opni um miðjan júní, en nafnið Hótel Keilir dregur nafn sitt af fjallinu Keili. Fjallið Keilir er þekkt vegna sérkennilegrar strýtumyndaðrar lögunar sinnar sem er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju er ver það gegn veðrun. Útsýni er mikið af Keili yfir Reykjanesskagann og víðar.
Hótel Keilir verður þriggja stjörnu hótel með flísalögðum baðherbergjum og á hverju herbergi eru stórir gluggar og snúa þeir annað hvort út á Hafnargötuna með útsýni yfir mannlífið eða út á Faxaflóann.
Herbergin á Hótel Keili eru öll mjög björt og falleg með góðu útsýni yfir Faxaflóan öðrum megin. Þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu og er því hægt að tengjast netinu hvar sem er í húsinu. Inni á öllum herbergjum er mini bar sem ætti að geta glatt marga en einnig minnum við á Flexbar niðri.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði