Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt gistihús og nýr veitingastaður í Reykjanesbæ

Birting:

þann

Gamla Sparisjóðshúsið í Njarðvík við Grundarveg 23

Fyrirhugað er að opna gistihús og veitingastað í gamla Sparisjóðshúsinu í Njarðvík við Grundarveg 23.
Mynd: Smári

Fyrirtækið Rent fasteignir ehf. hefur hug á því opna gistihús og veitingastað í gamla Sparisjóðshúsinu í Njarðvík við Grundarveg 23.

Búið er að senda erindi til Umhverfis-og skipulagsráð Reykjanesbæjar og óska eftir leyfi til breytingar. Fyrirhugað er að í fasteigninni verði gisting á 2. og 3. hæð og kaffihús/matsölustaður og gisting á jarðhæð.

Samkvæmt fasteignaskrá er notkun eignarinnar skráð banki og skrifstofur. Umhverfis-og skipulagsráð Reykjanesbæjar tekur vel í erindið en sækja þarf um byggingarleyfi hjá byggingarfulltrúa með tilheyrandi gögnum.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið