Vertu memm

KM

Nýtt fyrirkomulag á keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda

Birting:

þann


Bjarni Siguróli Jakobsson

Stjórn NKF hefur gert eina breytingu á keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda en hún felst í því að hver þjóð sendir sinn landsmeistara og einn joker þannig að það verða 10 sem keppa til úrslita í Herning Fair Center  á sýningunni Foodexpo  27 Janúar 2010.

Jóhannes Steinn Jóhannesson hefur unnið sér þáttökurétt sem Matreiðslumaður ársins 2009 og svo kom það í hlut Ungkokka Íslands að skipa í aukasætið undir dyggri stjórn Hrefnu Rósu Sætran.

Sá sem fyrir valinu varð og fer með Jóhannes til Danmerkur er Bjarni Siguróli Jakobsson sem var að útskrifast núna í desember en hann nam sín fræði á Hilton Reykjavík Nordica, restaurant Vox.

Verður spennandi að sjá hvernig þessi skipan kemur út í praksis.

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið