Axel Þorsteinsson
Nýtt Bouchon Bakery opnar | Axel yfirbakari- og konditori: „Þetta er búið að vera ævintýri eftir ævintýri“

Axel Þorsteinsson og Gert Bredenhan við nýja bakaríið
Nú um helgina opnaði nýtt Bouchon Bakery í Marina verslunarmiðstöðinni í Kúveit með pomp og prakt. Axel Þorsteinsson býr í Kúveit og starfar þar sem yfirbakari hjá Bouchon Bakery keðjunni sem að matreiðslumeistarinn Thomas Keller á og rekur.

Keiran Terry viðskiptastjóri, Axel Þorsteinsson yfirbakari- og konditori, Gert Bredenhan yfirkokkur og Rabih Habka rekstrarstjóri
Núna ertu búinn að opna þrjú bakarí þ.e. eitt í Dubai og tvö í Kúveit, er þetta ekki að verða leikur einn fyrir þig?
„Fyrstu tvö voru mjög erfið. Sérstaklega eins og hérna í mið Austurlöndum þar sem matvælaeftirlit er mjög strangt. En núna þegar við opnuðum seinna bakaríið í Kúveit þá var þetta aðeins auðveldara því við vissum hvað við þyrftum að tækla.“
, sagði Axel í samtali við veitingageirinn.is. Bouchon Bakery sem hefur ávallt verið staðsett víða í Bandaríkjunum opnar í fyrsta sinn þetta víðfræga bakarí út fyrir landsteina Bandaríkjanna og það í Kúveit, Dubai og Qatar. Fjórða Bouchon bakaríið mun opna í Qatar á næstu mánuðum.
Sjá einnig: Bouchon Bakery opnar í Kúveit | Axel yfirbakari: “Partýið er rétt að byrja..”
Hafa komið upp einhver vandræði í kringum opnunina á nýja bakaríinu?
„Að opna hérna úti hefur verið eintóm vandræði. Um daginn var indverji að hengja upp tússtöflu og skrúfaði í gegnum vegginn og náði að festa rennihurðina með skrúfunni.
Þetta er búið að vera ævintýri eftir ævintýri. Að útskýra araba eða hindi mælandi manneskju hvernig þú vilt hafa hlutina hefur verið áskorun út af fyrir sig. Stundum eins og klippt út úr grínmynd.Um daginn þá var ég að útskýra fyrir tveimur að loftræstingin virkaði ekki. Tíu mínútum seinna kem ég að þeim að laga vaskinn sem var ekkert að.“
, sagði Axel hress að lokum, en hann hefur unnið hörðum höndum við opnun á bakaríunum, þar sem hann hefur verið á staðnum að koma fólkinu inn í störfin og leggja línurnar.
Myndir: aðsendar

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni3 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn