Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt bakarí opnar á Frakkastíg

Birting:

þann

Ágúst var með kennslubakstur fyrir gesti á Hróaskelduhátíðinni þar sem bakað var úr heimagerðu hveiti

Ágúst var með kennslubakstur fyrir gesti á Hróaskelduhátíðinni þar sem bakað var úr heimagerðu hveiti

Ágúst Einþórs­son hafði lagt hræri­vél­ina á hill­una og var hætt­ur bak­ara­störf­um þegar hann kynnt­ist súr­deigs­brauðinu. Í fe­brú­ar opn­ar hann líf­ræna súr­deigs­baka­ríið Brauð & co á Frakka­stíg þar sem allt verður fram­leitt og bakað á staðnum.

Brauð&co verður að Frakkastíg 16

Brauð&co verður að Frakkastíg 16

Ágúst stend­ur þó ekki einn að opn­un­inni þar sem vin­ur hans og kvik­mynda­fram­leiðand­inn Þórir Sig­ur­jóns­son hafði einnig látið sig dreyma um baka­ríið. Verk­efnið fór þá loks­ins á skrið þegar fjár­fest­arn­ir Elías Guðmunds­son og Birg­ir Bielt­vedt komu um borð.

Þeir ætla að nálg­ast flest hrá­efni á Íslandi, líkt og smjör, egg og osta, en annað ætla þeir að flytja inn sjálf­ir frá Þýskalandi og Dan­mörku. Þá verða flest­ar vör­urn­ar gerlaus­ar og að sögn Ágústs mun bakst­ur­inn standa yfir frá morgni til kvölds.

„Við ætl­um að vera með þrjár til fjór­ar týp­ur af súr­deigs­brauði, rúnstykki og croiss­ant og vín­ar­brauð úr ís­lensku smjöri,“

seg­ir Ágúst í samtali við mbl.is og bæt­ir við að sæta­brauðið verði bakað eft­ir um­ferð viðskipta­vina.

„Við verðum kannski ekki með snúð í boði klukk­an sjö á morgn­ana þar sem fáir eru að kaupa sér snúð í morg­un­mat,“

seg­ir hann.

Opið eft­ir þörf­um

Ljóst er að af­slöppuð stemn­ing er yfir staðnum þar sem Ágúst seg­ist einnig ætla haga opn­un­ar­tím­an­um eft­ir þörf­um.

„Ég opna dyrn­ar klukk­an fimm þegar ég mæti og fólk get­ur þá ráfað inn, sama í hvaða ástandi það verður,“

seg­ir Ágúst létt­ur.

„Það get­ur þá bullað í mér og verslað við mig og síðan kem­ur bara í ljós hvenær traffík­in verður. Ef það verður grund­völl­ur fyr­ir viðskipt­um eft­ir fimm verður opið leng­ur.“

Ágúst er menntaður konditor og lærði í Dan­mörku þar sem hann hef­ur lengi búið og starfað. Hann seg­ist hafa prófað all­an skalann og hef­ur unnið hjá litl­um bakarí­um jafnt sem Michel­in-stjörnu veit­inga­hús­um.

„Mér finnst al­veg ótrú­lega leiðin­legt að gera kök­ur en ég hef rosa­lega gam­an að því að baka. „Ég var eig­in­lega al­veg hætt­ur þessu og kom­inn út úr brans­an­um.“

seg­ir Ágúst.

Fljóta leiðin oft far­in

„Mér fannst bara leiðin­legt að standa og dýfa súkkulaðimol­um eða búa eft­ir­rétti.  Brans­inn er líka eig­in­lega orðinn þannig að oft­ast er verið að fara fljótu leiðina. Þú færð bara ein­hvern poka og með hon­um er upp­skrift þar sem þú bæt­ir út í fjór­um lítr­um af vatni“.

seg­ir Ágúst aðspurður um ástæður þess í samtali við mbl.is.

Áhug­inn kviknaði hins veg­ar aft­ur þegar Ágúst fór að vinna með súr­deigs­brauðið sem hann seg­ir spenn­andi að vinna með.

Brauð&co

Ágúst er því ný­flutt­ur heim með fjöl­skyld­una og seg­ist spennt­ur fyr­ir fram­hald­inu.

„Það er góð stemn­ing í hverf­inu og ég hef mjög góða til­finn­ingu fyr­ir þessu,“

seg­ir hann.

Bóndadurga­stemn­ing

Baka­ríið verður til húsa að að Frakka­stíg 16, í gamla hús­næði hljóðfæra­versl­un­ar­inn­ar Rín, og var staður­inn hannaður af Söru Jóns­dótt­ur og Helga Stein­ari. Mik­il vinna hef­ur verið lögð í hönn­un­ina sem er með gam­aldags yf­ir­bragð að sögn Ágústs.

„Það verður pínu bóndadurga­stemn­ing þar sem ég verð bara í skyrtu og með axla­bönd og hatt að rífa kjaft,“

seg­ir Ágúst hlæj­andi að lok­um.

Greint frá á mbl.is

Auglýsingapláss

 

Myndir af facebook síðu Brauð&co og úr einkasafni Á​gústs Einþórssonar

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið