Freisting
Nýtt á freisting.is – Myndbandaveita

Við höfum opnað nýja þjónustu á freisting.is sem við köllum myndbandaveitu sem er ágætis lýsing fyrir ensku heitin „streaming“ og „video sharing“. Þjónustan virkar á svipaðan hátt og YouTube en er miklu minni í sniðum.
Myndbandaveitan er nýjasta kerfiseiningin hjá vefsíðufyrirtækinu Tónaflóð ( www.tonaflod.is ) og er freisting.is með þeim fyrstu heimasíðum sem tekur hana í notkun.
Í kerfið er hægt að hlaða inn hljóð- og myndskrám á 18 mismunandi sniðum t.d. avi, mpeg, wmv, mp4 og mov svo eitthvað sé nefnt og sér kerfið um að breyta skránum í flash, búa til smámynd úr myndbandinu og koma fyrir í myndbandaveitunni. Kerfið býr einnig til embed kóða sem hægt er að nota til að birta valið myndband á hvaða vefsíðu sem er.
Við höfum sett inn ýmis myndbönd sem hafa birst með fréttum hjá okkur, en við viljum endilega hvetja fólk til að senda okkur áhugaverð myndbönd úr veitingageiranum svo getum komið hér upp skemmtilegu safni.
Smellið hér til að skoða myndbandaveituna.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý





