Vertu memm

Freisting

Nýtt á freisting.is – Myndbandaveita

Birting:

þann

Við höfum opnað nýja þjónustu á freisting.is sem við köllum myndbandaveitu sem er ágætis lýsing fyrir ensku heitin „streaming“ og „video sharing“.  Þjónustan virkar á svipaðan hátt og YouTube en er miklu minni í sniðum. 

Myndbandaveitan er nýjasta kerfiseiningin hjá vefsíðufyrirtækinu Tónaflóð ( www.tonaflod.is ) og er freisting.is með þeim fyrstu heimasíðum sem tekur hana í notkun. 

Í kerfið er hægt að hlaða inn hljóð- og myndskrám á 18 mismunandi sniðum t.d. avi, mpeg, wmv, mp4 og mov svo eitthvað sé nefnt og sér kerfið um að breyta skránum í flash, búa til smámynd úr myndbandinu og koma fyrir í myndbandaveitunni.  Kerfið býr einnig til embed kóða sem hægt er að nota til að birta valið myndband á hvaða vefsíðu sem er.

Við höfum sett inn ýmis myndbönd sem hafa birst með fréttum hjá okkur, en við viljum endilega hvetja fólk til að senda okkur áhugaverð myndbönd úr veitingageiranum svo getum komið hér upp skemmtilegu safni.

Smellið hér til að skoða myndbandaveituna.

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið