Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt 300 herbergja hótel á Grensásvegi

Hótelið mun rísa á gatnamótum Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Þar er nú Kvikmyndaskóli Íslands til húsa og áður voru þar höfuðstöðvar Hitaveitu Reykjavíkur og Mannvits
Stefnt er að því að á þessu ári hefjist framkvæmdir við nýtt fjögurra stjörnu 300 herbergja hótel á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, en það yrði stærsta hótel landsins í fermetrum talið og næststærsta hótel landsins í herbergjum talið á eftir Fosshótelinu á Höfðatorgi.
Unnið er að samningum við erlenda hótelkeðju um rekstur hótelsins, en keðjan rekur ekki önnur hótel hér á landi. Heildarfjárfesting vegna verkefnisins er um 10 milljarðar króna og áætlað er að opna það fyrir sumarið 2019, að því er fram kemur á mbl.is sem fjallar nánar um hótelið hér.
Mynd/teikning: Batteríið arkitektar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta