Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt 3. stjörnu borgarhótel verður afhent rekstraraðila fullbúið 1. september næstkomandi

Birting:

þann

Hótel

Áætlað er að reisa 3. stjörnu borgarhótel með 93 herbergjum. Þar að auki verður á hótelinu veitingasalur og bar.

Vegna upphaflegrar fréttar Viðskiptablaðsins um að Keahotels kaupir óklárað hótel við Þórunnartún og lýkur byggingu þess, barst tilkynning frá Magnúsi Einarssyni, eiganda Hótelbygginga ehf. til Viðskiptablaðsins sem er eftirfarandi:

Sem fulltrúi eigenda Þórunnartúns 4 sem reisa nú hótel í Þórunnartúni  langar mig að koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar VB.

Áform eigenda um að reisa 93 herbergja hótel sem afhent verður rekstraraðila fullbúið 1. september 2015 eru með öllu óbreytt.

Ýmsir aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa rekstrarfélagið og fasteignina fullbúna. Viðræður við aðila hafa átt sér stað um aðkomu að rekstri og kaup á húseigninni fullbúinni.  Ekki hefur verið gengið frá neinu í þeim efnum, enn sem komið er.

Byggingaframkvæmdum miðar vel og eru um 80 manns að vinna við framkvæmdina á degi hverjum, enda styttist í opnun hótelsins. Hótelið verður vandað 3. stjörnu borgarhótel.

Nýja hótelið í Þórunnartúni er beint á móti hinu nýopnaða Fosshóteli.

Nánari umfjöllun á vef Viðskiptablaðsins hér.

 

Mynd tengist fréttinni ekki beint.  Mynd úr safni.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið