Freisting
Nýr yfirkokkur á Vox
|
Nýr yfirmatreiðslumaður hefur hafið störf á hinum vinsæla veitingastað Vox og er það snillingurinn Gunnar Karl. Gunnar er vel kunnugur Vox enda hefur hann unnið þar frá opnun staðarins, en hætti störfum fyrir um ári síðan og hóf þá störf á Hótel Borg eða n.t. á Silfri.
Fyrir um tveimur mánuðum síðan réð hann sig á veitingastaðinn Óperu sem átti að opna núna í júní n.k. eftir miklar endurnýjanir, en eins og margir vita brann sá staður ásamt nærliggjandi stöðum í byrjun apríl. Í kjölfarið fór Gunnar Karl að líta í kringum sig, enda ljóst að Ópera myndi ekki opna í Júní eins og til stóð. Hann hefur nú ekki átt í vandræðum með að finna nýtt starf, enda metnaðarfullur og fær matreiðslumaður.
Eftir nokkrar viðræður við ráðendur á Vox, var gerður samningur við kappann sem hóf störf í dag.
Fréttaritari hafði samband við Gunnar og spurði hann aðeins útí strauma og stefnur matargerðarinnar á Vox. Gunnar kemur til með að halda sama striki og verið hefur á Vox, þ.e.a.s. Ný norræna eldhúsið. En hann mun að auki blása frekar í seglin og bústa meira upp hina norrænu stefnu eldhússins og m.a. sækja meira hráefni til norðurlandanna. Þar má nefna sveppi frá Finnlandi, skelfisk frá Noregi og Svíðþjóð, Danska kálfinn frá Danish Crown og glæsilegan humar frá Færeyjum.
Aðspurður um starfsmannamál, þá mun Gunnar ráða til sín tvo matreiðslumenn. Einnig verður tveimur matreiðslunemum bætt við flotann, en annar þeirra hefur þegar hafði störf á Vox og er það Torfi, en hann hefur meðal annars lært fræðin sín á veitingastaðnum Ensamble.
Gunnar er landsliðsmaður og hefur verið það í nokkur ár og kemur til með að halda því áfram þrátt fyrir nýju stöðuna, en undirbúningur fyrir ólympíuleika í Erfurt er þegar hafinn og verður sú keppni haldin í lok þessa árs.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10