Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður sem byggir á færeyskri fyrirmynd
Í dag opnaði Taurus Steakhouse sem staðsett er við Grensásveg 10, en staðurinn sérhæfir sig í steikum á verði og hraða sem hentar vinnandi fólki, fjölskyldum og hópum.
Staðurinn byggir á fyrirmynd frá Þórshöfn í Færeyjum sem hefur notið mikilla vinsælda þar á landi.
Taurus í Reykjavík er stofnaður af þeim sömu og eiga staðinn í Færeyjum. Þeir heita Rúni Djurhuus, Petur Slyne og Tóki Skeel.
Taurus Steakhouse er rekinn af Íslendingum sem eiga staðinn á móti færeysku útrásarvíkingunum og staðurinn hér á landi var hannaður af Leifi Welding og er í alla staði glæsilegur.
“Við viljum bjóða uppá góðar steikur á betra verði í óhátíðlegu umhverfi. Okkur hefur þótt slíkt vanta í veitingastaða-flóruna hér á landi. Maður á ekki að alltaf að þurfa að fara í sparifötin til að fá sér steik”
segir Stefanía Gunnarsdóttir rekstrarstjóri Taurus.
Í tilefni opnunarinnar gaf Taurus 200 fyrstu viðskiptavinum sínum ókeypis steik og franskar og var húsið fullt útúr dyrum strax við opnun kl 11:00 í morgun.
Matseðillinn sem er á boðstólnum er girnilegur að sjá, en þar má sjá forrétt sem inniheldur Mozzarellastangir, Jalapeno belgir og heitir kjúklingavængir á 1390 krónur, humarsúpu á 1990 krónur.
Steikar matseðillinn inniheldur meðal annars 190 til 220 gr steikur frá 2990 til 4990 krónur, Rib Eye Steik 300 gr á 4990 krónur og Lamba Fillet 200 gr á 3990 krónur svo fátt eitt sé nefnt.
Eftirréttir eru belgísk vaffla með ís eða Súkkulaði kaka með ís á 1390 krónur og ís úr vélinni eins og þú getur í þig látið á 990 krónur.
Og svo á má ekki gleyma börnunum en þar er boðið upp á kjúklinganagga, Nautasteik 100 gr og barnapizzu.
Sérstakt hádegistilboð er í gangi alla daga frá klukkan 11:30 til 15:00 en þá er boðið upp á Taurus Steik 190 gr sem er borinn fram með frönskum kartöflum og sósu að eigin vali. Valið stendur á milli piparsósu, Bearnaise sósu og whiskeysósu á 1990 krónur.
Taurus Steakhouse heimasíða: steikhus.is
Taurus Steakhouse á facebook: facebook.com/taurusreykjavik
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn











