Freisting
Nýr veitingastaður PISA – Myndasafn
|
Í gegnum tíðina hefur það verið eins skonar gæðastimpill fyrir veitingastað að vera undir umsjón Möggu Rósar, og eru þeir þó nokkrir sem notið hafa þjónustu hennar, svo sem Lækjarbrekka, Pisa hið fyrra, Caruso, og Iðnó og allir eiga það sameiginlegt að matur og þjónusta er í fyrirrúmi en ekki einhverjar flugeldasýningar eins og sjá má sumstaðar í 101 hverfinu.
Staðsetningin á Pisa í Lækjargötu, (áður var Litli ljóti andarunginn) vakti hjá mér spurningu hvað ætlar staðurinn að markera sig á, með staði eins og Kínahúsið, Jómfrúna, Lækjarbrekku og Humarhúsið allt leiðandi staðir í sínum sviðum eldamennskunnar.
Yfirmatreiðslumeistari staðarins er Þorkell Garðasson sem hefur getið sér gott orð fyrir að vera nákvæmur, skipulagður og góður bragðkokkur og með þá vitund að þau tvö fyrrnefndu væru komin á eina og sama staðinn vakti tiltrú hjá mér, og skyldi nú látið reyna á það.
Maturinn sem smakkaður var eftirfarandi:
Amuse
Hörpuskel og rækjur á nýpukremi, rótargrænmeti og Portvínssósa
**********************
Carpaccio með stökkum parmasan klettasalati og kryddjurtarolíu
**********************
Glóðuð Bruchetta með kjúklingalifrar mousse, kanil kryddaðari lauksultu
**********************
Risotto með andalæri confit, grænum pipar og skalottaulauk
**********************
Steiktur Saltfiskhnakki með stökkum kryddjurtarhjúp, caponata grænmeti og sætu kartöflumauki
**********************
Ofnsteiktur koli á skelfiskrisotto með sínati og baunum
**********************
Pavlova með lime krydduðum mascarpone og ávaxta compote
**********************
Ítalskur ís með cumquat í vanillu og kanilsýrópi
Og ekki varð maður fyrir vonbrigðum því hver rétturinn af öðrum betri, eldaður á látlausan máta með mild en tær brögð í fyrirrúmi og allstaðar fannst samnefnari í hverjum rétti og meira að segja þegar risottoið með andalærunum kom, því Reynir Magnússon það var eins og Mr Lacombe ( Léon de Lyon ) væri inni í eldhúsi með Kela að elda, það franskur var rétturinn.
Eitt atriði um þjónustulund staðarins var að þegar brauðið kláraðist kom annar diskur án þess að óskað væri eftir því og mætti margur veitingamaðurinn taka það til eftirbreytni hví hvað er eins gott og að koma inn á veitingastað þar sem ilmar af nýbökuðu brauði og ekki skorið við nögl.
Og varðandi hugleiðingar mínar hvar staðurinn ætlaða að markera sig lá ljóst fyrir eftir lesturs matseðils staðarins, man ég ekki eftir að hafa lesið matseðil þar sem enginn réttur er úr lundum, filleum, bringum, humarhölum og öðru rándýru hráefni og veit það eitt á gott að matreiðslumenn séu farnir að uppgötva að skepnan er aðeins stærri heldur en áðurnefndir vöðvar.
Pisa er virkileg góð viðbót í flóru Lækjargötu og óskum við á Freisting.is þeim alls farnaðar í grimmri baráttu um gesti.
Smellið hér til að skoða fjölmargar myndir frá staðnum og réttum kvöldsins.
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
/ Formlega opnanir / Pisa
Mynd: Matthías Þórarinsson | Texti: Sverrir Halldórsson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Starfsmannavelta8 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði