Freisting
Nýr veitingastaður opnar á næstunni – Dill Restaurant Reykjavík
Það hafa eflaust margir hverjir haft veður af í bransanum um að von er á nýju gourmet veitingahúsi í flóruna. Það eru þeir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason Yfirkokkur og Yfirþjónn á VOX sem stefna á að opna í Norræna húsinu við Sturlugötu 5.
Gunnar Karl er búinn að vera undanfarin ár fremstur meðal jafningja þegar kemur að Nýnorræna eldhúsinu og eins og hann segir sjálfur „er þetta hús fullkominn vettvangur til að halda þróun þess áfram og taka það upp á enn hærra plan“. Á stefnuskránni er að vera með létta bistró stemningu i hádeginu og bjóða upp á eins konar „husmanskost“ eða rétt dagsins þar sem þekktir norrænir hversdagsréttir verða poppaðir upp og færðir í nútíma – Nýnorrænan búning.
„Á kvöldin verður húsið svo sett í sparibúning, Óli dubbaður upp í jakkaföt og sparistellið tekið fram og borin fram gourmet matur sem á sér engan líkann.“ segir gunnar aðspurður.
Við á freisting.is óskum þeim félögum til hamingju með nýja veitingastaðinn, ekki er búið að opna staðinn formlega, en „soft opening“ verður um miðjan febrúar 2009.
Gunnar Karl Gíslason og Ólafur Örn Ólafsson
Mynd: Matthías Þórarinsson | Text: Smári Sæbjörnsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Vín, drykkir og keppni1 klukkustund síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla