Vertu memm

Freisting

Nýr veitingastaður opnar á næstunni – Dill Restaurant Reykjavík

Birting:

þann

Það hafa eflaust margir hverjir haft veður af í bransanum um að von er á nýju gourmet veitingahúsi í flóruna. Það eru þeir Ólafur Örn Ólafsson og Gunnar Karl Gíslason Yfirkokkur og Yfirþjónn á VOX sem stefna á að opna í Norræna húsinu við Sturlugötu 5.

Gunnar Karl er búinn að vera undanfarin ár fremstur meðal jafningja þegar kemur að Nýnorræna eldhúsinu og eins og hann segir sjálfur „er þetta hús fullkominn vettvangur til að halda þróun þess áfram og taka það upp á enn hærra plan“.  Á stefnuskránni er að vera með létta bistró stemningu i hádeginu og bjóða upp á eins konar „husmanskost“ eða rétt dagsins þar sem þekktir norrænir hversdagsréttir verða poppaðir upp og færðir í nútíma – Nýnorrænan búning.

„Á kvöldin verður húsið svo sett í sparibúning, Óli dubbaður upp í jakkaföt og sparistellið tekið fram og borin fram gourmet matur sem á sér engan líkann.“ segir gunnar aðspurður.

Við á freisting.is óskum þeim félögum til hamingju með nýja veitingastaðinn, ekki er búið að opna staðinn formlega, en „soft opening“ verður um miðjan febrúar 2009.


Gunnar Karl Gíslason og Ólafur Örn Ólafsson

Mynd: Matthías Þórarinsson | Text: Smári Sæbjörnsson

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið