Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Akranesi
Veitingastaðurinn Grjótið opnaði nú á dögunum, en hann er staðsettur við Kirkjubraut 10 á Akranesi.
Í hádeginu er í boði réttir dagsins, t.a.m. lambalæri borið fram með bearnaise sósu, fersku salati og frönskum á 2090 kr., hamborgari með piparosti, sultuðum rauðlauk, sveppum, fersku salati, tómat, lauk og chili mæjó með frönskum kartöflum á 2090 kr. Fiskur og franskar með hrásalati og fersku salati á 2090 kr.
Grjótið býður upp á brunch allar helgar á milli klukkan 11 og 15 og er stútfullur af góðgæti, egg og beikon, pylsur, ávexti, bakaðar baunir, ofnbakaðar kartöflur, pönnukökur og sýróp, súrdeigsbrauð með osti og skinku, glas af safa og kaffi. Þess á milli er staðurinn kaffihús sem býður upp á ýmist bakkelsi og gott kaffi.
Eigandi Grjótsins er Haraldur Helgason.
Á föstudögum eru vængjadagar, BBQ-, sætir Habanero-, Buffalo-, og parmsesan hvítlauks vængir.
Opnunartími er er frá klukkan 11 – 23 og 11 – 01 föstudaga og laugardaga, en farið er eftir sóttvarnareglunum á meðan þær eru í gildi að hverju sinni.
Á Grjótinu eru tvö billiard borð, píluspjald og ýmsir íþróttaviðburðir sýndir í beinni.
Mynd: skjáskot af google korti

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu