Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Akranesi
Veitingastaðurinn Grjótið opnaði nú á dögunum, en hann er staðsettur við Kirkjubraut 10 á Akranesi.
Í hádeginu er í boði réttir dagsins, t.a.m. lambalæri borið fram með bearnaise sósu, fersku salati og frönskum á 2090 kr., hamborgari með piparosti, sultuðum rauðlauk, sveppum, fersku salati, tómat, lauk og chili mæjó með frönskum kartöflum á 2090 kr. Fiskur og franskar með hrásalati og fersku salati á 2090 kr.
Grjótið býður upp á brunch allar helgar á milli klukkan 11 og 15 og er stútfullur af góðgæti, egg og beikon, pylsur, ávexti, bakaðar baunir, ofnbakaðar kartöflur, pönnukökur og sýróp, súrdeigsbrauð með osti og skinku, glas af safa og kaffi. Þess á milli er staðurinn kaffihús sem býður upp á ýmist bakkelsi og gott kaffi.
Eigandi Grjótsins er Haraldur Helgason.
Á föstudögum eru vængjadagar, BBQ-, sætir Habanero-, Buffalo-, og parmsesan hvítlauks vængir.
Opnunartími er er frá klukkan 11 – 23 og 11 – 01 föstudaga og laugardaga, en farið er eftir sóttvarnareglunum á meðan þær eru í gildi að hverju sinni.
Á Grjótinu eru tvö billiard borð, píluspjald og ýmsir íþróttaviðburðir sýndir í beinni.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti
-
Frétt3 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White