Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar
Veitingastaðurinn Eiki Feiti opnaði 28. maí 2006 með geggjuðu Eurovision tilboði. Eigandi staðarins er enginn annar en hinn ókrýndi Salat- og súpukóngur Íslands, Eiríkur Friðriksson eða Eiki.
Þeir sem þekkja til matargerðamafíunnar, þekkja Eika en hann hefur komið á fót mörgum þekktum stöðum sem margir enn eru starfrækir, s.s. Salatbar Eika, Eikargrill og Eikarborgarar.
Eiríkur hefur ekki bara átt veitingastaði á Íslandi, en hann stofnaði einnig og rak „Two Fat Chef´s“ í Orlando í Flórída sem var fyrir nokkrum árum valinn besti „nýji“ veitingastaðurinn í krókodílafylkinu Flórída.
Til gamans má geta að fyrir utan það að hafa kokkað margar máltíðir í gegnum tíðina og slegist við krókodíla hefur Eiríkur mikinn áhuga á mótorhjólum.
Freisting.is óskar Eika til hamingju með nýja veitingastað sinn.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa







