Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar
Veitingastaðurinn Eiki Feiti opnaði 28. maí 2006 með geggjuðu Eurovision tilboði. Eigandi staðarins er enginn annar en hinn ókrýndi Salat- og súpukóngur Íslands, Eiríkur Friðriksson eða Eiki.
Þeir sem þekkja til matargerðamafíunnar, þekkja Eika en hann hefur komið á fót mörgum þekktum stöðum sem margir enn eru starfrækir, s.s. Salatbar Eika, Eikargrill og Eikarborgarar.
Eiríkur hefur ekki bara átt veitingastaði á Íslandi, en hann stofnaði einnig og rak „Two Fat Chef´s“ í Orlando í Flórída sem var fyrir nokkrum árum valinn besti „nýji“ veitingastaðurinn í krókodílafylkinu Flórída.
Til gamans má geta að fyrir utan það að hafa kokkað margar máltíðir í gegnum tíðina og slegist við krókodíla hefur Eiríkur mikinn áhuga á mótorhjólum.
Freisting.is óskar Eika til hamingju með nýja veitingastað sinn.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!