Freisting
Nýr veitingastaður opnar
Nýr veitingastaður opnar formlega í dag og ber hann nafnið Sushi The Train og er staðsettur á annarri hæð í IÐU húsinu við Lækjargötu. Fréttaritari tók aðeins forskot á sæluna og kíkti á staðinn í gær (miðv. 7 des), en verið var að reynsluprufa staðinn.
Í eldhúsinu voru þeir Guðmundur Freyr „Beysi“ yfirkokkur og Ottó Magnússon matreiðslumaður. Það var létt yfir þeim og nóg að snúast. Fréttaritari settist við hliðiná eldhúsinu og spjallaði aðeins við félagana og fékk sér Nigiri með Shitake svepp, núðlusúpu með kjúkling og Soya mirin (sætt sake og soya soðið vel niður) og þvílík dásemd, léttir og fínir réttir. Margir réttir eru á færibandi sem rúllar hægt og rólega fyrir framan gestinn og er hver af öðrum mjög fallegir og snyrtilega settir upp. Viðskiptavinir panta rétti eftir litum diska og eru það allt frá 200-500 kr. Einstaklega skemmtilegur staður og mikið í hann lagt.
![]() |
![]() |
Eigendur Sushi The Train eru:
Kristján Þorsteinsson
Guðmundur Þór
Tyrfingur Tyrfingsson
Ottó Magnússon
En þeir eru einnig eigendur staðarins Humarhúsið. Þess ber að geta að Ottó Magnússon matreiðslumaður hefur nýlega keypt sér inn í fyrirtækið eða fyrir um 2 mánuðum síðan. Ottó hefur til margra ára starfað hjá Humarhúsinu.
![]() |
![]() |
Freisting.is óskar eigendum og starfsfólki til hamingju með nýja veitingstaðinn.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni1 dagur síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri