Freisting
Nýr veitingastaður opnar
Nýr veitingastaður opnar formlega í dag og ber hann nafnið Sushi The Train og er staðsettur á annarri hæð í IÐU húsinu við Lækjargötu. Fréttaritari tók aðeins forskot á sæluna og kíkti á staðinn í gær (miðv. 7 des), en verið var að reynsluprufa staðinn.
Í eldhúsinu voru þeir Guðmundur Freyr „Beysi“ yfirkokkur og Ottó Magnússon matreiðslumaður. Það var létt yfir þeim og nóg að snúast. Fréttaritari settist við hliðiná eldhúsinu og spjallaði aðeins við félagana og fékk sér Nigiri með Shitake svepp, núðlusúpu með kjúkling og Soya mirin (sætt sake og soya soðið vel niður) og þvílík dásemd, léttir og fínir réttir. Margir réttir eru á færibandi sem rúllar hægt og rólega fyrir framan gestinn og er hver af öðrum mjög fallegir og snyrtilega settir upp. Viðskiptavinir panta rétti eftir litum diska og eru það allt frá 200-500 kr. Einstaklega skemmtilegur staður og mikið í hann lagt.
Eigendur Sushi The Train eru:
Kristján Þorsteinsson
Guðmundur Þór
Tyrfingur Tyrfingsson
Ottó Magnússon
En þeir eru einnig eigendur staðarins Humarhúsið. Þess ber að geta að Ottó Magnússon matreiðslumaður hefur nýlega keypt sér inn í fyrirtækið eða fyrir um 2 mánuðum síðan. Ottó hefur til margra ára starfað hjá Humarhúsinu.
Freisting.is óskar eigendum og starfsfólki til hamingju með nýja veitingstaðinn.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana